Fótbolti

Kanoute ætlar ekki að fara frá Sevilla

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Frederic Kanoute hjá nýkrýndum bikarmeisturum Sevilla á Spáni hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ætla að standa við þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkur félög á Englandi höfðu verið heit fyrir að fá hann í sínar raðir.

"Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Sevilla og ég er ekki að horfa annað," sagði hinn 29 ára gamli landsliðsmaður Malí. Sevilla vann í gærkvöld spænska konungsbikarinn með 1-0 sigri á Getafe og þar var það einmitt Kanoute sem skoraði sigurmarkið. Liðið vann auk þess meistarakeppnina á Spáni og Evrópukeppni félagsliða.

"Ég er búinn að vera hérna í tvö ár og hef unnið titla bæði árin, sem er frábært. Ég hef lesið mikið af slúðri um framtíði mína, en ekkert af því er satt," sagði Kanoute sem gekk í raðir Sevilla frá Tottenham árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×