Henry formlega orðinn leikmaður Barcelona 25. júní 2007 16:58 Henry heilsar stuðningsmönnum Barcelona á Nou Camp AFP Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. "Það er frábært að vera loksins kominn hingað og ég er mjög ánægður að kapphlaupinu er lokið. Ég hef ekki sett mér nein persónuleg markmið með liðinu en ég veit að hjá Barcelona er stefnan alltaf sett á sigur í öllum keppnum. Ég hlakka mest til þess að taka þátt í Meistaradeildinni með Barcelona og vil hjálpa liðinu til að vinna þá keppni, því það er eini titilinn sem ég hef ekki náð að vinna á ferlinum," sagði Henry á blaðamannafundinum í dag. Forseti Barcelona var líka feginn að vera loksins búinn að landa sínum manni. "Ég er búinn að vera á höttunum eftir Henry í mörg ár og við vildum fá hann strax á dögum Johan Cuyff. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég ólmur fá hann og því er frábært að sjá hann hér í dag. Hann er einn besti leikmaður heimsins og er nú búinn að semja við Barcelona á besta mögulega tíma," sagði Laporta. Arsene Wenger hafði líka sitt að segja við brottför Henry. "Thierry hefur verið okkur hjá Arsenal frábær síðan hann kom til okkar árið 1999. Hann hefur farið á kostum innan og utan vallar og er sannarlega orðinn goðsögn í sögu Arsenal. Ég vil þakka Henry persónulega fyrir störf hans fyrir félagið síðustu átta ár og reikna með því að það sem eftir hann liggur hjá Arsenal verði seint toppað. Það var hans ákvörðun að fara frá félaginu, en hann fer héðan með minni blessun," sagði knattspyrnustjóri Arsenal á heimasíðu félagsins. AFPAFPAFPAFPAFPAFP Spænski boltinn Tengdar fréttir Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. "Það er frábært að vera loksins kominn hingað og ég er mjög ánægður að kapphlaupinu er lokið. Ég hef ekki sett mér nein persónuleg markmið með liðinu en ég veit að hjá Barcelona er stefnan alltaf sett á sigur í öllum keppnum. Ég hlakka mest til þess að taka þátt í Meistaradeildinni með Barcelona og vil hjálpa liðinu til að vinna þá keppni, því það er eini titilinn sem ég hef ekki náð að vinna á ferlinum," sagði Henry á blaðamannafundinum í dag. Forseti Barcelona var líka feginn að vera loksins búinn að landa sínum manni. "Ég er búinn að vera á höttunum eftir Henry í mörg ár og við vildum fá hann strax á dögum Johan Cuyff. Þegar ég var kjörinn forseti 2003 vildi ég ólmur fá hann og því er frábært að sjá hann hér í dag. Hann er einn besti leikmaður heimsins og er nú búinn að semja við Barcelona á besta mögulega tíma," sagði Laporta. Arsene Wenger hafði líka sitt að segja við brottför Henry. "Thierry hefur verið okkur hjá Arsenal frábær síðan hann kom til okkar árið 1999. Hann hefur farið á kostum innan og utan vallar og er sannarlega orðinn goðsögn í sögu Arsenal. Ég vil þakka Henry persónulega fyrir störf hans fyrir félagið síðustu átta ár og reikna með því að það sem eftir hann liggur hjá Arsenal verði seint toppað. Það var hans ákvörðun að fara frá félaginu, en hann fer héðan með minni blessun," sagði knattspyrnustjóri Arsenal á heimasíðu félagsins. AFPAFPAFPAFPAFPAFP
Spænski boltinn Tengdar fréttir Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25. júní 2007 13:08