Menntun flóttabarna Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 28. júní 2007 12:04 Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana. Ellefu fulltrúar Alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - sem heita upp á ensku Save the children - hafa verið á fundi hér í Reykjavík síðan í gær til að samhæfa aðgerðir samtakanna. Tvö ár eru síðan samtökin komu á laggirnar fimm ára verkefni sem í íslenskri þýðingu heitir Bætum framtíð barna - eða Rewrite the future. Eins og fram kom á fréttamannafundi í morgun eru um fimmtíu milljón barna í heiminum sem hafa neyðst til að hætta skólagöngu vegna átaka og eru á flótta. Samtökin stefna að því að aðstoða átta milljónir þessara barna með því að byggja skóla, þjálfa kennara, greiða kennurum laun, styrkja námsefnisgerð og fleira. Verkefnið er eitt það stærsta sem samtökin vinna að og er nú þegar í 23 löndum. Einna umfangsmest er það meðal íraskra flóttabarna í Sýrlandi og Jórdaníu og sömuleiðis fyrir börn frá Darfúr í Súdan. "Ef börn fá ekki menntun á meðan þau eru flóttamenn týnist í rauninni heil kynslóð af börnum. Börn eru flóttamenn í sjö ár að meðaltali. Sjö ár án skólagöngu þýðir að þau hafa glatað tækifærinu til menntunar," segir framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna, Rudolph von Bernuth. Áætlað er að verkefnið kosti rösklega 30 milljarða íslenskra króna. Þegar hefur tekist að fjármagna um helming af þeirri upphæð. Erlent Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana. Ellefu fulltrúar Alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - sem heita upp á ensku Save the children - hafa verið á fundi hér í Reykjavík síðan í gær til að samhæfa aðgerðir samtakanna. Tvö ár eru síðan samtökin komu á laggirnar fimm ára verkefni sem í íslenskri þýðingu heitir Bætum framtíð barna - eða Rewrite the future. Eins og fram kom á fréttamannafundi í morgun eru um fimmtíu milljón barna í heiminum sem hafa neyðst til að hætta skólagöngu vegna átaka og eru á flótta. Samtökin stefna að því að aðstoða átta milljónir þessara barna með því að byggja skóla, þjálfa kennara, greiða kennurum laun, styrkja námsefnisgerð og fleira. Verkefnið er eitt það stærsta sem samtökin vinna að og er nú þegar í 23 löndum. Einna umfangsmest er það meðal íraskra flóttabarna í Sýrlandi og Jórdaníu og sömuleiðis fyrir börn frá Darfúr í Súdan. "Ef börn fá ekki menntun á meðan þau eru flóttamenn týnist í rauninni heil kynslóð af börnum. Börn eru flóttamenn í sjö ár að meðaltali. Sjö ár án skólagöngu þýðir að þau hafa glatað tækifærinu til menntunar," segir framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna, Rudolph von Bernuth. Áætlað er að verkefnið kosti rösklega 30 milljarða íslenskra króna. Þegar hefur tekist að fjármagna um helming af þeirri upphæð.
Erlent Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira