Oden spilar ekki meira í sumardeildinni

Miðherjinn Greg Oden getur ekki spilað meira í sumardeildinni í NBA því hann þarf að fara í aðgerð til að láta taka úr sér hálskirtlana. Oden var valinn númer eitt af Portland í nýliðavalinu á dögunum og þykir mikið efni. Hann hefur alls ekki náð sér á strik í sumardeildinni til þessa og kennir veikindum sínum um úthaldsleysi sitt.