Fabricio Oberto small vel inn í lið San Antonio þrátt fyrir að vera ekki sérlega áberandi í leik liðsinsNordicPhotos/GettyImages
Argentínski miðherjinn Fabricio Oberto hefur framlengt samning sinn við NBA meistara San Antonio Spurs. Ekki hefur verið gefið upp hve langur samningurinn er, en Oberto var í byrjunarliði Spurs í 12 af 20 leikjum liðsins í úrslitakeppninni í vor. Hann setti félagsmet í nóvember á síðasta ári þegar hann hitti úr öllum 11 skotum sínum utan af velli í leik gegn Phoenix Suns og skoraði 22 stig.