Viðskipti erlent

BNP Paribas opnar fyrir sjóði á ný

Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands. Hún segir franskt fjármálalíf standa traustum fótum.
Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands. Hún segir franskt fjármálalíf standa traustum fótum. Mynd/AFP

Franski bankinn BNP Paribas ætlar að opna fyrir þrjá af sjóðum sínum í næstu viku. Bankinn skrúfaði fyrir sjóðina í byrjun ágúst af ótta við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir skellinn í Bandaríkjunum ekki hafa teljandi áhrif á fransk efnahagslíf og hvetur franska banka til að halda ekki aftur af lánveitingum.

Lagarde sagði á fundi ríkisstjórnarinnar að franski bankar væru ekki jafn berskjaldaðir fyrir áhrifum af bandarískum þrengingum og af er látið. Ætli hún að funda með ráðherraum sjö stærstu iðnríkjaheim í næstu viku og verði afleiðingarnar af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði teknar til umfjöllunar. Samdrátturinn skýrist af auknum vanskilum einstaklinga með lélegt lánshæfi í Bandaríkjunum.

BNP Paribas skrúfaði fyrir viðskipti úr sjóðunum þremur 7. ágúst síðastliðinn vegna yfirvofandi lausafjárskorts en það hafði mikil áhrif í Evrópu, þar á meðal hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×