Erlent

Varð alelda og skall til jarðar

Guðjón Helgason skrifar
Loftbelgurinn varð alelda og skall til jarðar nærri Vancouver í Kanada í gærkvöldi.
Loftbelgurinn varð alelda og skall til jarðar nærri Vancouver í Kanada í gærkvöldi. MYND/AP

Minnst 11 slösuðust og tveggja er saknað eftir að eldur kviknaði í loftbelg og hann hrapaði á tjaldsvæði nærri Vancouver í Kanada í gærkvöldi. Loftbelgurinn varð nær alelda þegar hann var nýlega kominn á loft og í tæplega 8 metra hæð frá jörðu.

Vitni segja farþega um borð, 12 manns, hafa stokkið úr belgnum til jarðar. Þeir sem slösuðust voru bæði fólk í loftbelgnum og á jörðu niðri þar sem hann skall til jarðar. Eldur kviknaði í minnst þremur hjólhýsum.

Loftbelgja leiga er nærri tjaldstæðinu og voru margir slíkir á ferð yfir svæðinu þegar slysið varð. Ekki er vitað hvað olli því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×