Ég er svo ánægður að vera hérna uppá konunni minni Óli Tynes skrifar 31. ágúst 2007 14:26 Wong hafði ekki hugmynd um hvað vesturlandabúinn var að rugla. Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil. Það var til dæmis ástralski diplómatinn í París sem vildi skjalla franska gesti sína. Hann sagði þeim að þegar hann liti um öxl skiptist líf hans í diplómasíunni í tvennt. Það væru leiðinlegir staðir sem hann hefði verið sendur á....og svo París. Á sinni ágætu frönsku sagði hann; "Þegar ég lít á afturendann á mér sé ég að hann skiptist í tvennt." Woolcott rifjar upp þegar hann sjálfur flutti ræðu þegar hann var sendur til Palembang í Indónesíu. Woolcott sagði á ensku; "Fyrir mína hönd og eiginkonu minnar langar mig til að segja ykkir hvað ég er ánægður með að vera kominn hingað til Palembang." Eitthvað var túlkur hans ekki sterkur á svellinu því þýðing hans var á þessa leið; "Mig langar til að segja ykkur hvað ég er ánægður með að vera uppá konunni minni hér í Palembang." Kevin Rudd, leiðtogi ástralska verkamannaflokksins er rómaður tungumálamaður. Hann var þó ekki búinn að fullnema sig í kínversku þegar hann sagði í Peking; "Ástralía og Kína eru að njóta sameiginlegrar fullnægingar í samskiptum sínum." Richard Woolcott segir að stundum séu bestu þýðingarnar alls engar þýðingar. Eins og diplomatinn sem sagði langan brandara í veislu í Suður-Kóreu. Túlkurinn skildi ekkert í brandaranum. Engu að síður sagði hann nokkur orð í hátalarann. Og gestirnir veltust um af hlátri og klöppuðu ákaft. Diplomatinn hrósaði túlki sínum í hástert fyrir hæfnina en hann svaraði; "Í hreinskilni sagt ráðherra þá skildi ég ekki brandarann þinn. En ég sagði við fólkið á kóresku að ráðherrann hefði nú sagt skyldu-brandarann sinn. Og ég bað það um að hlæja hátt og innilega og klappa. Best of Óli Tynes Erlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil. Það var til dæmis ástralski diplómatinn í París sem vildi skjalla franska gesti sína. Hann sagði þeim að þegar hann liti um öxl skiptist líf hans í diplómasíunni í tvennt. Það væru leiðinlegir staðir sem hann hefði verið sendur á....og svo París. Á sinni ágætu frönsku sagði hann; "Þegar ég lít á afturendann á mér sé ég að hann skiptist í tvennt." Woolcott rifjar upp þegar hann sjálfur flutti ræðu þegar hann var sendur til Palembang í Indónesíu. Woolcott sagði á ensku; "Fyrir mína hönd og eiginkonu minnar langar mig til að segja ykkir hvað ég er ánægður með að vera kominn hingað til Palembang." Eitthvað var túlkur hans ekki sterkur á svellinu því þýðing hans var á þessa leið; "Mig langar til að segja ykkur hvað ég er ánægður með að vera uppá konunni minni hér í Palembang." Kevin Rudd, leiðtogi ástralska verkamannaflokksins er rómaður tungumálamaður. Hann var þó ekki búinn að fullnema sig í kínversku þegar hann sagði í Peking; "Ástralía og Kína eru að njóta sameiginlegrar fullnægingar í samskiptum sínum." Richard Woolcott segir að stundum séu bestu þýðingarnar alls engar þýðingar. Eins og diplomatinn sem sagði langan brandara í veislu í Suður-Kóreu. Túlkurinn skildi ekkert í brandaranum. Engu að síður sagði hann nokkur orð í hátalarann. Og gestirnir veltust um af hlátri og klöppuðu ákaft. Diplomatinn hrósaði túlki sínum í hástert fyrir hæfnina en hann svaraði; "Í hreinskilni sagt ráðherra þá skildi ég ekki brandarann þinn. En ég sagði við fólkið á kóresku að ráðherrann hefði nú sagt skyldu-brandarann sinn. Og ég bað það um að hlæja hátt og innilega og klappa.
Best of Óli Tynes Erlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent