Tónlist

Ljótu Hálfvitarnir og Hvannadalsbræður á NASA

Ljótu Hálfvitarnir
Ljótu Hálfvitarnir MYND/365

Ljótu Hálfvitarnir og Hvannadalsbræður munu leiða saman hesta sína fimmtudaginn 6. september og halda tónleika á NASA. Báðar sveitirnar gáfu út plötur snemma í sumar undir merkjum Senu. Hvannadalsbræður gáfu út diskinn "Skást off" þar sem skástu lög af þremur diskum sveitarinnar var safnað saman. Ljótu hálfvitarnir gáfu út frumraun sína "Ljótir Hálfvitar."

HvannadalsbræðurMYND/365

Hljómsveitirnar stefna að því að bjóða upp á mikið fjör og gleði þar sem spaugið fær að njóta sín á kostnað spilamennskunnar sem þykir víst alls ekki til fyrirmyndar að því er meðlimirnir segja sjálfir frá.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 en húsið opnar 20:30. Miðaverð er 1.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×