Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme mætti í dag á sína fyrstu æfingu með spænska liðinu Villarreal í langan tíma. Riquelme var í sumar tjáð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu eftir ósætti hans við þjálfarann, en hann hefur nú snúið til æfinga á ný með liðinu eftir að hafa æft einn í tvær vikur.
Hann var sem lánsmaður hjá Boca Juniors í Argentínu síðasta hálfa árið og fór þar á kostum. Félög á borð við Atletico Madrid og Boca höfðu sýnt Villarreal nokkurn áhuga á að kaupa leikmanninn, en ekkert varð af því.