Nýtt myndband í tilefni dagsins Guðjón Helgason skrifar 11. september 2007 12:12 Sex ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin hinn 11. september 2001. Af því tilefni hefur Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, sent frá sér nýtt myndband þar sem hann lofsyngur einn árásarmannanna. Það var upp úr hádegi þann ellefta september 2001 sem tveimur farþegaflugvélum var flogið á Tvíburaturnana svokölluðu í World Trade Center í New York í Bandaríkjunum. Vélunum hafði verið rænt og flogið á turnana. Þriðju vélinnil var síðan flogið á Pentagon, höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins Bandaríska, í Washington. Fjórða vélin hrapaði síðan á engi í Pennsylvaníu. Í nýju myndbandi sem Osama bin Lade, leiðtoga al-kaída hryðjuverkasamtakanna, er sagður hafa sent frá sér í tilefni þess að sex ár eru liðin frá ódæðunum, er einn árásarmannanna, Walid al-Shehri - einnig þekktur sem Abu Mus´ab, lofsunginn. Sá er sagður hafa verið í flugvélinni sem var flogið á norðurturn World Trade Center. Sýnd er upptaka sem hann gerði nokkrum dögum fyrir árásina þar sem hann hvetur múslima til að berjast agegn leiðtogum sem vinni með Vesturveldunum. Ekki hefur fengist fullvissa um að myndbandið sé frá bin Laden. AP fréttastofunni barst það frá eftirlitsstofnun í Washington en það hefur enn ekki verið birt á vesíðum öfgamanna líkt og oftast er gert með slíkt efni. Bin Ladens er enn leitað víða um heim og hann ýmist talinn fara huldu höfði í Afganistan eða í landamærahéruðum Pakistans. Í viðtali í morgun fullyrti Rangeen Dadfar Spanta, utanríkisráðherra Afganistans, að bin Laden væri ekki í felum þar í landi. Hann sagðist þó ekki hafa neinar upplýsingar um hvar hann væri niðurkominn. Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Sex ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin hinn 11. september 2001. Af því tilefni hefur Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, sent frá sér nýtt myndband þar sem hann lofsyngur einn árásarmannanna. Það var upp úr hádegi þann ellefta september 2001 sem tveimur farþegaflugvélum var flogið á Tvíburaturnana svokölluðu í World Trade Center í New York í Bandaríkjunum. Vélunum hafði verið rænt og flogið á turnana. Þriðju vélinnil var síðan flogið á Pentagon, höfuðstöðvar varnarmálaráðuneytisins Bandaríska, í Washington. Fjórða vélin hrapaði síðan á engi í Pennsylvaníu. Í nýju myndbandi sem Osama bin Lade, leiðtoga al-kaída hryðjuverkasamtakanna, er sagður hafa sent frá sér í tilefni þess að sex ár eru liðin frá ódæðunum, er einn árásarmannanna, Walid al-Shehri - einnig þekktur sem Abu Mus´ab, lofsunginn. Sá er sagður hafa verið í flugvélinni sem var flogið á norðurturn World Trade Center. Sýnd er upptaka sem hann gerði nokkrum dögum fyrir árásina þar sem hann hvetur múslima til að berjast agegn leiðtogum sem vinni með Vesturveldunum. Ekki hefur fengist fullvissa um að myndbandið sé frá bin Laden. AP fréttastofunni barst það frá eftirlitsstofnun í Washington en það hefur enn ekki verið birt á vesíðum öfgamanna líkt og oftast er gert með slíkt efni. Bin Ladens er enn leitað víða um heim og hann ýmist talinn fara huldu höfði í Afganistan eða í landamærahéruðum Pakistans. Í viðtali í morgun fullyrti Rangeen Dadfar Spanta, utanríkisráðherra Afganistans, að bin Laden væri ekki í felum þar í landi. Hann sagðist þó ekki hafa neinar upplýsingar um hvar hann væri niðurkominn.
Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“