Olía en ekki almannahagur Guðjón Helgason skrifar 16. september 2007 18:45 Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. Greenspan, sem er 81 árs, er flokksbróðir George Bush Bandaríkjaforseta. Hann stýrði Seðlabanka Bandaríkjanna við góðan orðstír í 18 ár eða þar til í janúar í fyrra. Æviminningar Greenspans koma út á morgun. Lundúnablaðið Sunday Times segir í dag að í bókinni fullyrði hann að olía hafi verið meginástæða innrásarinnar í Írak 2003 - ekki góðvild í garð Íraka. Vesturveldin hafi viljað tryggja sér ódýra olíu. Saddam Hússein, Íraksforseta, hafi ógnað stöðugleika í Miðausturlöndum og þar með olíubirgðum þar og því hafi orðið að koma honum frá. Bandaríkjamenn og Bretar hafa ætíð vísað þessu á bug. Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafræðingur, segir Greenspan njóta mikilla virðingar í Bandaríkjunum. Hann sé þekktur fyrir íhaldssemi og því verði hann vart sakaður um að vera andstæðingur ríkjandi sjónarmiða í Bandaríkjunum. Yfirlýsingar hans geti haft mikla þýðingu fyrir umræðuna í Bandaríkjunum. Jón Ormur segir að þó Bandaríkin séu opið og frjálst þjóðfélag þá sé það þannig með umræðuna þar í landi - sérstaklega orðræðuna um alþjóðamál - að það séu ýmsir hlutir, sem virðist augljósir fyrir þeim sem eitthvað þekki til málanna, sem má ekki segja án þess að mönnum séu gerðar upp sakir - einhvers konar annarlegir pólitískir hagsmunir eða eitthvað slíkt. Það eigi sérstaklega við um Miðausturlönd þar sem tvöföld bannhelgi gildi - annars vegar vegna Ísraels og hins vegar vegna olíuhagsmuna Bandaríkjamanna. Það að Greenspan, sem sé sérstaklega þekktur fyrir varfærni í umræðum, tali svona bendi til þess að umræðan gæti opnast nokkuð á næstunni í Bandaríkjunnum. Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. Greenspan, sem er 81 árs, er flokksbróðir George Bush Bandaríkjaforseta. Hann stýrði Seðlabanka Bandaríkjanna við góðan orðstír í 18 ár eða þar til í janúar í fyrra. Æviminningar Greenspans koma út á morgun. Lundúnablaðið Sunday Times segir í dag að í bókinni fullyrði hann að olía hafi verið meginástæða innrásarinnar í Írak 2003 - ekki góðvild í garð Íraka. Vesturveldin hafi viljað tryggja sér ódýra olíu. Saddam Hússein, Íraksforseta, hafi ógnað stöðugleika í Miðausturlöndum og þar með olíubirgðum þar og því hafi orðið að koma honum frá. Bandaríkjamenn og Bretar hafa ætíð vísað þessu á bug. Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafræðingur, segir Greenspan njóta mikilla virðingar í Bandaríkjunum. Hann sé þekktur fyrir íhaldssemi og því verði hann vart sakaður um að vera andstæðingur ríkjandi sjónarmiða í Bandaríkjunum. Yfirlýsingar hans geti haft mikla þýðingu fyrir umræðuna í Bandaríkjunum. Jón Ormur segir að þó Bandaríkin séu opið og frjálst þjóðfélag þá sé það þannig með umræðuna þar í landi - sérstaklega orðræðuna um alþjóðamál - að það séu ýmsir hlutir, sem virðist augljósir fyrir þeim sem eitthvað þekki til málanna, sem má ekki segja án þess að mönnum séu gerðar upp sakir - einhvers konar annarlegir pólitískir hagsmunir eða eitthvað slíkt. Það eigi sérstaklega við um Miðausturlönd þar sem tvöföld bannhelgi gildi - annars vegar vegna Ísraels og hins vegar vegna olíuhagsmuna Bandaríkjamanna. Það að Greenspan, sem sé sérstaklega þekktur fyrir varfærni í umræðum, tali svona bendi til þess að umræðan gæti opnast nokkuð á næstunni í Bandaríkjunnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“