Segja Hörpuna í Bandaríkjunum 16. september 2007 19:28 MYND/Valgarður Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við strand Hörpunnar en í slysinu létust þau Matthildur Harðardóttir og Friðrik Hermannsson. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða aðstandendum þeirra tíu milljónir króna í bætur. Aðstandendurnir settu fram beiðni í byrjun október í fyrra til sýslumanns um að báturinn yrði settur í löggeymslu til þess að tryggja að þau fengju skaðabæturnar. Var ætlunin að selja bátinn á uppboði og átti afraksturinn að renna til aðstandendanna. Eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli Jónasar í vor var send aðfararbeiðni til að tryggja þær kröfur sem löggeymslan stóð fyrir og í kjölfarið var fjárnámum þinglýst á bátinn. fjárnámsbeiðni lögð fram . Þegar aðstandendur Matthildar og Friðriks höfðu fengið heimild til að taka bátinn í sína vörslu og hugðust sækja hann fannst hann ekki. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Jónas Garðarson að hann hefði selt bátinn í upphafi árs 2006, það er tíu mánuðum áður en löggeymslubeiðnin var lögð fram. Segja bátinn hafa verið fluttan úr landi í nóvember 2006 Í kærunni sem aðstandendur Matthildar og Friðriks hafa lagt fram kemur hins vegar fram að þeir hafi vitneskju um að Jónas hafi sent bátinn úr landi þann 17. nóvember í fyrra en ekki í byrjun árs. Hafa aðstandendurnir staðfestar upplýsingar um að báturinn hafi þann dag verið fluttur með skipi Atlandsskipa til Danmerkur. Telja aðstandendurnir rétt að lögregla afli þeirra gagna hjá skipafélaginu. Þá segjast aðstandendurnir enn fremur hafa upplýsingar um að báturinn hafi verið seldur Bandaríkjamanni þann 19. september 2006 og að hann sé nú niður kominn í Seattle í Bandaríkjunum. Með kærunni eru lagðar fram myndir af húsnæði við Lyngás í Garðabæ þar sem báturinn var geymdur sama dag og löggeymslan var gerð í október 2006. Hafði báturinn verið geymdur innandyra á sama stað á meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi og var m.a. farið í vettvangsferð af hálfu dómsins til þess að skoða bátinn þar, segir í ákæru aðstandendanna. „Undir rekstri málsins hélt kærði því margítrekað fram og gaf til kynna með öðrum hætti að hann væri eigandi bátsins," segir enn fremur í kærunni. Aðstandendurnir telja því brýnt að rannsakað verði hvar báturinn er nú niður kominn og með hvaða hætti honum var ráðstafað. Þeir telja að Jónas hafi gerst sekur um skilasvik með því að hafa komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna og hafa því kært hann. Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við strand Hörpunnar en í slysinu létust þau Matthildur Harðardóttir og Friðrik Hermannsson. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða aðstandendum þeirra tíu milljónir króna í bætur. Aðstandendurnir settu fram beiðni í byrjun október í fyrra til sýslumanns um að báturinn yrði settur í löggeymslu til þess að tryggja að þau fengju skaðabæturnar. Var ætlunin að selja bátinn á uppboði og átti afraksturinn að renna til aðstandendanna. Eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli Jónasar í vor var send aðfararbeiðni til að tryggja þær kröfur sem löggeymslan stóð fyrir og í kjölfarið var fjárnámum þinglýst á bátinn. fjárnámsbeiðni lögð fram . Þegar aðstandendur Matthildar og Friðriks höfðu fengið heimild til að taka bátinn í sína vörslu og hugðust sækja hann fannst hann ekki. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Jónas Garðarson að hann hefði selt bátinn í upphafi árs 2006, það er tíu mánuðum áður en löggeymslubeiðnin var lögð fram. Segja bátinn hafa verið fluttan úr landi í nóvember 2006 Í kærunni sem aðstandendur Matthildar og Friðriks hafa lagt fram kemur hins vegar fram að þeir hafi vitneskju um að Jónas hafi sent bátinn úr landi þann 17. nóvember í fyrra en ekki í byrjun árs. Hafa aðstandendurnir staðfestar upplýsingar um að báturinn hafi þann dag verið fluttur með skipi Atlandsskipa til Danmerkur. Telja aðstandendurnir rétt að lögregla afli þeirra gagna hjá skipafélaginu. Þá segjast aðstandendurnir enn fremur hafa upplýsingar um að báturinn hafi verið seldur Bandaríkjamanni þann 19. september 2006 og að hann sé nú niður kominn í Seattle í Bandaríkjunum. Með kærunni eru lagðar fram myndir af húsnæði við Lyngás í Garðabæ þar sem báturinn var geymdur sama dag og löggeymslan var gerð í október 2006. Hafði báturinn verið geymdur innandyra á sama stað á meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi og var m.a. farið í vettvangsferð af hálfu dómsins til þess að skoða bátinn þar, segir í ákæru aðstandendanna. „Undir rekstri málsins hélt kærði því margítrekað fram og gaf til kynna með öðrum hætti að hann væri eigandi bátsins," segir enn fremur í kærunni. Aðstandendurnir telja því brýnt að rannsakað verði hvar báturinn er nú niður kominn og með hvaða hætti honum var ráðstafað. Þeir telja að Jónas hafi gerst sekur um skilasvik með því að hafa komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna og hafa því kært hann.
Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira