Stærsti fíkniefnafundur sögunnar 20. september 2007 11:32 Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hve mikið magn hafi fundist en Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að magnið hlaupi á tugum kílóa og líklega sé um að ræða stærsta fíkniefnafund Íslandssögunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns fíkniefni er að ræða en Stefán Eiríksson segir að líklega sé um örvandi efni að ræða. Aðspurður sagði Stefán að tveir Íslendingar hefðu verið handteknir um borð í bátnum og þá var einn handtekinn á bryggjunni. Þá hefðu fleiri verið handteknir og aðgerðir stæðu enn yfir en ekki yrði upplýst að svo stöddu hvar þær færu fram og hverjir hefðu verið handteknir til viðbótar. Greint yrði frá því síðar. Að sögn Stefáns var aðgerðin skipulögð í samvinnu við alþjóðleg lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol. Undibúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslan hefðu komið að málinu hér á landi.Opin leið milli Evrópu og Íslands Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði samstarf þessara aðila hafa verið frábært og sagði að án Landhelgisgæslunnar hefði aðgerðin ekki heppnast eins vel. Þá sagði Haraldur að samvinna við Europol í málinu hefði aðallega farið fram í gegnum tengilið ríkislögreglustjóra hjá Europol, Arnar Jensson. „Lögregluaðgerðin á þeim fullrúa allnokkuð að þakka," sagði Haraldur. Haraldur sagði ljóst út frá þessu að breytingar á skipan lögreglumála undanfarin ár hefðu skilað árangri. Löggæslustofnanir væru farnar að vinna betur saman, þær ynnu nánast sem ein heild. Þá sagði Haraldur málið enn fremur sýna áð íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið nema með aðild að erlendum stofnunum. Enn fremur kom fram að lögregluyfirvöld hefðu verið í sambandi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hefði fylgst með framvindu mála. Haraldur sagði enn fremur að aðgerðin hefði verið gríðarlega umfangsmikil og ljóst væri af henni að tryggja þyrfti hafnir landsins og styrkja lögreglu og Landhelgisgæslu því það væri í raun opin siglingaleið frá Evrópu til Íslands um Atlantshafið. Pólstjörnumálið Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hve mikið magn hafi fundist en Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að magnið hlaupi á tugum kílóa og líklega sé um að ræða stærsta fíkniefnafund Íslandssögunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns fíkniefni er að ræða en Stefán Eiríksson segir að líklega sé um örvandi efni að ræða. Aðspurður sagði Stefán að tveir Íslendingar hefðu verið handteknir um borð í bátnum og þá var einn handtekinn á bryggjunni. Þá hefðu fleiri verið handteknir og aðgerðir stæðu enn yfir en ekki yrði upplýst að svo stöddu hvar þær færu fram og hverjir hefðu verið handteknir til viðbótar. Greint yrði frá því síðar. Að sögn Stefáns var aðgerðin skipulögð í samvinnu við alþjóðleg lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol. Undibúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslan hefðu komið að málinu hér á landi.Opin leið milli Evrópu og Íslands Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði samstarf þessara aðila hafa verið frábært og sagði að án Landhelgisgæslunnar hefði aðgerðin ekki heppnast eins vel. Þá sagði Haraldur að samvinna við Europol í málinu hefði aðallega farið fram í gegnum tengilið ríkislögreglustjóra hjá Europol, Arnar Jensson. „Lögregluaðgerðin á þeim fullrúa allnokkuð að þakka," sagði Haraldur. Haraldur sagði ljóst út frá þessu að breytingar á skipan lögreglumála undanfarin ár hefðu skilað árangri. Löggæslustofnanir væru farnar að vinna betur saman, þær ynnu nánast sem ein heild. Þá sagði Haraldur málið enn fremur sýna áð íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið nema með aðild að erlendum stofnunum. Enn fremur kom fram að lögregluyfirvöld hefðu verið í sambandi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hefði fylgst með framvindu mála. Haraldur sagði enn fremur að aðgerðin hefði verið gríðarlega umfangsmikil og ljóst væri af henni að tryggja þyrfti hafnir landsins og styrkja lögreglu og Landhelgisgæslu því það væri í raun opin siglingaleið frá Evrópu til Íslands um Atlantshafið.
Pólstjörnumálið Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira