Eiður Smári Guðjohnsen fékk þungt högg á æfingu með Barcelona og var ráðlagt að hvíla sig.
Eiður tók þátt í leik þar sem fimm menn voru í hvoru liði. Hann lenti harkalegu samstuði við félaga sinn og ráðlögðu læknar honum að hætta að spila og hvíla sig.
Eiður var í liði með Thuram, Bojan, Iniesta og Jorquera gegn þeim Puyol, Gio, Sylvinho, Ezquerro og markmannsþjálfaranum Juan Carlos Unzué.
Hann er nýbúinn að jafna sig á hnémeiðslum sem urðu til þess að hann missti af öllu undirbúningstímabilinu í sumar. Hans fyrsti leikur eftir meiðslin var gegn Norður-Írum með landsliðinu.
Eiður var valinn í hóp Barcelona sem mætti Osasuna í spænsku deildinni um helgina en var ekki í leikmannahópnum sem mætti Lyon í Meistaradeild Evrópu í vikunni.