Verðmæti fíkniefnanna áætlað rúmur hálfur milljarður króna 20. september 2007 19:26 Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Átta manns hafa verið handteknir í þremur löndum vegna málsins, þar af fimm Íslendingar. Lögregluyfirvöld þakka alþjóðlegu samstarfi árangurinn. Áætlað verðmæti fíkniefnanna er rúmur hálfur milljarður króna. Hröð atburðarrás dagsins hófst á Fáskrúðsfirði í birtingu þar sem þrír Íslendinganna voru handteknir. Þetta er skútan sem allt snýst um en hún liggur nú utan á varðskipinu Ægi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Athygli vekur að engar merkingar sjást á skútunni, hvorki skrásetningarnúmer né nafn, en hún er 30 feta löng. Henni virðist hafa verið siglt inn á Fáskrúðsfjörð í skjóli nætur en þar beið komu hennar fjölmennt löggæslulið. Það var svo um sexleytið í morgun sem íbúar urðu þess fyrst varir að eitthvað mikið var á seyði og að mikil lögregluaðgerð væri í gangi en bryggjan þar sem skútan lagðist að var þá rýmd og lokuð umferð. Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni. Þriðji maðurinn, sem beið komu skútunnar á bílaleigubíl á bryggjunni, var einng handtekinn á staðnum. Varðskipið sigldi því næst inn á fjörðinn og var skútan síðan flutt utan á skipið. Umfangsmikil leit hófst þegar um borð í skútunni með aðstoð fíkniefnahunds. Þar fundust að minnsta kosti 50 til 60 kíló af efni sem talið er vera amfetamín. Einnig fóru varðskipsmenn um fjörðinn á gúmbát og kafarar köfuðu í höfnina í kringum skútuna ef ske kynni að fíkniefnum hafi verið kastað frá borði. Ekkert slíkt fannst þó. Ekið var með þá tvo sem handteknir voru í skútunni frá Fáskrúðsfirði snemma í morguna landleiðina til Reykjavíkur en þriðji maðurinn sem tekinn var á bryggjunni var fluttur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis. Ríkislögreglustjóri þakkaði þeim sem komu að aðgerðum sérstaklega á fundinum í morgun. Pólstjörnumálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Átta manns hafa verið handteknir í þremur löndum vegna málsins, þar af fimm Íslendingar. Lögregluyfirvöld þakka alþjóðlegu samstarfi árangurinn. Áætlað verðmæti fíkniefnanna er rúmur hálfur milljarður króna. Hröð atburðarrás dagsins hófst á Fáskrúðsfirði í birtingu þar sem þrír Íslendinganna voru handteknir. Þetta er skútan sem allt snýst um en hún liggur nú utan á varðskipinu Ægi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Athygli vekur að engar merkingar sjást á skútunni, hvorki skrásetningarnúmer né nafn, en hún er 30 feta löng. Henni virðist hafa verið siglt inn á Fáskrúðsfjörð í skjóli nætur en þar beið komu hennar fjölmennt löggæslulið. Það var svo um sexleytið í morgun sem íbúar urðu þess fyrst varir að eitthvað mikið var á seyði og að mikil lögregluaðgerð væri í gangi en bryggjan þar sem skútan lagðist að var þá rýmd og lokuð umferð. Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni. Þriðji maðurinn, sem beið komu skútunnar á bílaleigubíl á bryggjunni, var einng handtekinn á staðnum. Varðskipið sigldi því næst inn á fjörðinn og var skútan síðan flutt utan á skipið. Umfangsmikil leit hófst þegar um borð í skútunni með aðstoð fíkniefnahunds. Þar fundust að minnsta kosti 50 til 60 kíló af efni sem talið er vera amfetamín. Einnig fóru varðskipsmenn um fjörðinn á gúmbát og kafarar köfuðu í höfnina í kringum skútuna ef ske kynni að fíkniefnum hafi verið kastað frá borði. Ekkert slíkt fannst þó. Ekið var með þá tvo sem handteknir voru í skútunni frá Fáskrúðsfirði snemma í morguna landleiðina til Reykjavíkur en þriðji maðurinn sem tekinn var á bryggjunni var fluttur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis. Ríkislögreglustjóri þakkaði þeim sem komu að aðgerðum sérstaklega á fundinum í morgun.
Pólstjörnumálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira