Fótbolti

Villarreal á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Silva, leikmaður Valencia, fagnar marki sínu með Fernando Morientes í kvöld.
David Silva, leikmaður Valencia, fagnar marki sínu með Fernando Morientes í kvöld. Nordic Photos / AFP

Villarreal verður á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar næsta sólarhringinn að minnsta kosti.

Liðið vann í kvöld 2-0 útisigur á Racing Santander en Tyrkinn Nihat og Guiseppe Rossi, fyrrum leikmaður Manchester United, skoruðu mörk liðsins. Þetta var þriðja mark Rossi á tímabilinu.

Villarreal er á toppnum með tólf stig eftir fimm leiki, rétt eins og Valencia en með betra markahlutfall.

Valencia vann Getafe, 2-1, á heimavelli í kvöld. David Silva skoraði bæði mörk Valencia í fyrri hálfleik en Braulio minnkaði muninn á 77. mínútu.

Á morgun spilar Real Madrid við Real Betis og með sigri komast Madrídingar aftur á topp deildarinnar.

Úrslit kvöldsins:

Real Mallorca-Valladolid 4-2

Deportivo-Recreativo 0-2

Valencia-Getafe 2-1

Real Murcia-Almería 0-1

Racing Santander-Villarreal 0-2

Osasuna-Levante 4-1

Aðrir leikir í kvöld:

Athletic-Atletico (0-1 eftir 57 mínútur, í beinni á Sýn Extra 2)

Barcelona-Real Zaragoze (1-0 eftir 12 mínútur, Lionel Messi skoraði á fimmtu mínútu, í beinni á Sýn Extra 1.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×