Lionel Messi skoraði tvívegis í 4-1 sigri Barcelona á Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Messi kom Börsungum á bragðið strax á fimmtu mínútu en Zapater jafnaði metin fimm mínútum síðar. Messi kom Börsungum aftur yfir aðeins mínútu síðar.
Andres Iniesta bætti því þriðja við á 22. mínútu og Rafael Marquez því fjórða áður en fyrri hálfleik lauk.
Deco lagði upp tvö mörk í kvöld og Thierry Henry eitt.
Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona.
Þá vann Atletico Madrid 2-0 útisigur á Athletic Bilbao. Agüero og Diego Forlan skoruðu mörk leiksins.
Sjá einnig: Villarreal á toppinn