Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson og félagar í IFK Gautaborg töpuðu í kvöld fyrir Kalmar í úrslitum sænsku bikarkeppninnar, 3-0.
Ragnar og Hjálmar léku allan leikinn fyrir Gautaborg í kvöld.
Kalmar náði forystunni á 22. mínútu og bættu svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik.
IFK Gautaborg er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig rétt eins og Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar.
Kalmar er í fjórða sæti með 36 stig en AIK er í því þriðja, einnig með 36 stig.