Kaupa ekki skýringar herforingja Guðjón Helgason skrifar 28. september 2007 17:59 Óeirðalögreglumenn á vakt í Jangon í Mjanmar í dag. MYND/AP Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japanska fréttaljósmyndaranum Kenji Nagai, sem var að störfum í Jangon í gær. Á myndum japanskrar fréttastöðvar frá í dag má sjá upptöku sem sýnir hvar maður - sem þeir segja Nagai - er skotinn. Svo virðist sem hann sé skotinn nokkrum skotum. Í ríkissjónvarpi Mjanmar í gær var sagt frá dauða Nagais sem hafi vereið í heimsókn í Mjanmar með fullgilt ferðaleyfi. Hann hafi óvart verði skotinn þar sem hann hafi verið að afla frétta með lýðnum eins og fréttalesari kallar mótmælendur. Japönsk yfirvöld sætta sig ekki við þær skýringar sem gefnar eru og ætla að senda fulltrúa til Mjanmar til að rannsaka málið. Kenji er ekki sá eini sem hefur týnt lífi í hörðum aðgerðum herforingjanna gegn mótmælendum. Ekki er þó vitað með vissu hve margir hafa fallið. Ríkisfjölmiðlar segja tíu, sendiherra Ástralíu í landinu segir óhætt að margfalda þá tölu. Útlagaútvarp andstæðinga heforingjastjórnarinnar, sem rekið er í Ósló í Noregi, segir minnst hundrað manns hafa týnt lífi. Enn var reynt að mótmæla í dag en þær aðgerðir barðar niður af hörku. Munkar voru ekki margir á götum Jangon - þeir ýmist handteknir eða lokaðir inni í klaustrum sem búið var að girða af. Stuðningsmenn mótmælenda komu saman víða í dag til að sýna stuðning. Fjölmennt var við sendiráð Mjanmar í Lundúnum. Í Bangkok og Seúl var haldin kertavaka. Aðgerðum herforingjanna í Mjanmar var mótmælt fyrir utan konungshöllina í Noregi í dag - þar sem norska ríkisstjórnin mætti á ríkisráðsfund. Einn mótmælenda, Íslendingurinn Mímir Kristjánsson, leiðtogi ungra rauðliða í Noregi, reyndi þá að afhenda ráðherrum rauðan stuttermabol sem tákn um atburði vikunnar. Var hann þá umsvifalaust tekinn höndum og flutti lögregla hann á brott. Enn er mótmælt fyrir utan höllina. Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japanska fréttaljósmyndaranum Kenji Nagai, sem var að störfum í Jangon í gær. Á myndum japanskrar fréttastöðvar frá í dag má sjá upptöku sem sýnir hvar maður - sem þeir segja Nagai - er skotinn. Svo virðist sem hann sé skotinn nokkrum skotum. Í ríkissjónvarpi Mjanmar í gær var sagt frá dauða Nagais sem hafi vereið í heimsókn í Mjanmar með fullgilt ferðaleyfi. Hann hafi óvart verði skotinn þar sem hann hafi verið að afla frétta með lýðnum eins og fréttalesari kallar mótmælendur. Japönsk yfirvöld sætta sig ekki við þær skýringar sem gefnar eru og ætla að senda fulltrúa til Mjanmar til að rannsaka málið. Kenji er ekki sá eini sem hefur týnt lífi í hörðum aðgerðum herforingjanna gegn mótmælendum. Ekki er þó vitað með vissu hve margir hafa fallið. Ríkisfjölmiðlar segja tíu, sendiherra Ástralíu í landinu segir óhætt að margfalda þá tölu. Útlagaútvarp andstæðinga heforingjastjórnarinnar, sem rekið er í Ósló í Noregi, segir minnst hundrað manns hafa týnt lífi. Enn var reynt að mótmæla í dag en þær aðgerðir barðar niður af hörku. Munkar voru ekki margir á götum Jangon - þeir ýmist handteknir eða lokaðir inni í klaustrum sem búið var að girða af. Stuðningsmenn mótmælenda komu saman víða í dag til að sýna stuðning. Fjölmennt var við sendiráð Mjanmar í Lundúnum. Í Bangkok og Seúl var haldin kertavaka. Aðgerðum herforingjanna í Mjanmar var mótmælt fyrir utan konungshöllina í Noregi í dag - þar sem norska ríkisstjórnin mætti á ríkisráðsfund. Einn mótmælenda, Íslendingurinn Mímir Kristjánsson, leiðtogi ungra rauðliða í Noregi, reyndi þá að afhenda ráðherrum rauðan stuttermabol sem tákn um atburði vikunnar. Var hann þá umsvifalaust tekinn höndum og flutti lögregla hann á brott. Enn er mótmælt fyrir utan höllina.
Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira