Veigar Páll: Hundfúll vegna ummæla þjálfarans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2007 16:00 Veigar Páll Gunnarsson er ósáttur við ummæli þjálfara síns í gær. Mynd/Scanpix Veigar Páll Gunnarsson strunsaði ekki frá heimavelli Stabæk eftir að honum var skipt út af í gær og er í raun veikur í dag. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr því að Veigari Páli var skipt út af í tapleik Stabæk fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þeir segja að Veigar hafi strunsað beint heim og svo ekki mætt á æfingu í dag. „Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þetta sýnist vera," sagði Veigar Páll við Vísi í dag. „Ég átti mjög lélegan leik í gær og fer ekkert í felur með það. En allt liðið átti líka lélegan dag. Ég var svo tekinn út af og hef síðan lesið að ég hefði strunsað heim. Það var ekki þannig. Ég fór inn í klefa og róaði mig aðeins niður eftir lélega frammistöðu. Svo fór ég í sturtu, klæddi mig og í stað þess að fara aftur út á völlinn horfði ég á leikinn í sjónvarpi undir stúkunni. Eftir það fór ég heim og var ekkert óeðlilegt við það." Veigar mætti svo ekki á æfingu í dag og hafa norskir fjölmiðlar fjallað um það í dag. „Ég er svo sem ekkert fárveikur en ég er slappur. Þess vegna er ég heima og hefur ekkert að gera með leikinn í gær." Hann er hins vegar mjög ósáttur við þau ummæli sem Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, lét falla eftir leikinn í gær. „Það hefur verið mjög gott á milli okkar síðan hann kom til félagsins. En svo segir hann að hann sé orðinn þreyttur á lélegu viðhorfi mínu og líður mér eins og hann sé að kenna mér um tapið. Það finnst mér illa sagt af honum og kemur mér leiðinlega á óvart að hann segi slíkt. Ég er hundfúll vegna þessara ummæla." Veigar segir að miðað við sína frammistöðu með liðinu undanfarin þrjú ár eigi hann betra skilið. „Nú þegar ég á einn leik þar sem bókstaflega ekkert gengur upp fær maður að heyra þetta. Ég hef oft átt slaka leiki en þetta var í raun eini alslæmi leikur minn með félaginu undanfarin þrjú ár. Svo fannst mér ég ekkert verri en restin af liðinu." Hann lætur þetta þó ekki á sig fá og ætlar að mæta galvaskur á næstu æfingu Stabæk. „Ég mæti eins og að ekkert hafi í skorist. Ef hann vill ræða þetta mál við mig getur hann gert það." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson strunsaði ekki frá heimavelli Stabæk eftir að honum var skipt út af í gær og er í raun veikur í dag. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr því að Veigari Páli var skipt út af í tapleik Stabæk fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þeir segja að Veigar hafi strunsað beint heim og svo ekki mætt á æfingu í dag. „Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þetta sýnist vera," sagði Veigar Páll við Vísi í dag. „Ég átti mjög lélegan leik í gær og fer ekkert í felur með það. En allt liðið átti líka lélegan dag. Ég var svo tekinn út af og hef síðan lesið að ég hefði strunsað heim. Það var ekki þannig. Ég fór inn í klefa og róaði mig aðeins niður eftir lélega frammistöðu. Svo fór ég í sturtu, klæddi mig og í stað þess að fara aftur út á völlinn horfði ég á leikinn í sjónvarpi undir stúkunni. Eftir það fór ég heim og var ekkert óeðlilegt við það." Veigar mætti svo ekki á æfingu í dag og hafa norskir fjölmiðlar fjallað um það í dag. „Ég er svo sem ekkert fárveikur en ég er slappur. Þess vegna er ég heima og hefur ekkert að gera með leikinn í gær." Hann er hins vegar mjög ósáttur við þau ummæli sem Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, lét falla eftir leikinn í gær. „Það hefur verið mjög gott á milli okkar síðan hann kom til félagsins. En svo segir hann að hann sé orðinn þreyttur á lélegu viðhorfi mínu og líður mér eins og hann sé að kenna mér um tapið. Það finnst mér illa sagt af honum og kemur mér leiðinlega á óvart að hann segi slíkt. Ég er hundfúll vegna þessara ummæla." Veigar segir að miðað við sína frammistöðu með liðinu undanfarin þrjú ár eigi hann betra skilið. „Nú þegar ég á einn leik þar sem bókstaflega ekkert gengur upp fær maður að heyra þetta. Ég hef oft átt slaka leiki en þetta var í raun eini alslæmi leikur minn með félaginu undanfarin þrjú ár. Svo fannst mér ég ekkert verri en restin af liðinu." Hann lætur þetta þó ekki á sig fá og ætlar að mæta galvaskur á næstu æfingu Stabæk. „Ég mæti eins og að ekkert hafi í skorist. Ef hann vill ræða þetta mál við mig getur hann gert það."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira