Komuhlið græðginnar 10. október 2007 11:51 Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns. Þar er manni þröngvað í gegnum brennivíns- og ilmvatnsverslun ríkisins. Sælgætið vellur upp úr hillugrindunum allt í kring. Ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem tekur svona á móti flugfarþegum; stýrir þeim inn í verslun á leiðinni að töskubrettinu. Það er eitthvað verulega kjánalegt við þetta. Auðvitað halda vel flestir útlendingar sem lenda í þessari gildru á leið sinni til landsins að þeir séu orðnir gapandi áttavilltir í flugstöðinni. Skárra með Íslendingana. Þeir eru aldir upp við þann viðauka trúarjátningarinnar að kaupa skuli fyrir minnst tíu þúsund á sérhverri leið gegn fríhöfnina. Þeir eru vanir að láta ríkið segja sér fyrir verkum; hvenær og hvað þeir skuli kaupa, á hvaða verði og hvaða styrkleika. En fyrir útlendinga? Þessi þröngvun - að svo gott sem verða að versla sér leið inn í landið. Hún er náttúrlega ekkert annað en efnisleg nauðgun. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns. Þar er manni þröngvað í gegnum brennivíns- og ilmvatnsverslun ríkisins. Sælgætið vellur upp úr hillugrindunum allt í kring. Ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem tekur svona á móti flugfarþegum; stýrir þeim inn í verslun á leiðinni að töskubrettinu. Það er eitthvað verulega kjánalegt við þetta. Auðvitað halda vel flestir útlendingar sem lenda í þessari gildru á leið sinni til landsins að þeir séu orðnir gapandi áttavilltir í flugstöðinni. Skárra með Íslendingana. Þeir eru aldir upp við þann viðauka trúarjátningarinnar að kaupa skuli fyrir minnst tíu þúsund á sérhverri leið gegn fríhöfnina. Þeir eru vanir að láta ríkið segja sér fyrir verkum; hvenær og hvað þeir skuli kaupa, á hvaða verði og hvaða styrkleika. En fyrir útlendinga? Þessi þröngvun - að svo gott sem verða að versla sér leið inn í landið. Hún er náttúrlega ekkert annað en efnisleg nauðgun. -SER.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun