Viðskipti innlent

Frosti Bergsson kaupir Opin kerfi

Frosti Bergsson, sem eignast hefur Opin kerfi.
Frosti Bergsson, sem eignast hefur Opin kerfi. Mynd/E.Ól.

Frosti Bergsson hefur keypt Opin Kerfi á 1,8 milljarða króna en gengið var frá áreiðanleikakönnun á föstudag. „Við horfum til þess að bæta reksturinn enn frekar og skapa okkur sérstöðu með því að veita afburðaþjónustu," segir Frosti.

Greint var frá því fyrir viku að Frosti hefði gert tilboð í félagið en það var í eigu Hands Holding, dótturfélags Teymis.

Frosti er fjarri því að vera nýgræðingur hjá Opnum kerfum en hann vann sem kunnugt er að stofnun HP á Íslandi sem síðar varð að Opnum kerfum og vann þar í 20 ár. Féalgið var svo selt til Kögunar fyrir þremur árum og fór undir samstæðu Teymis við skiptingu Dagsbrúnar í tvö félög undir lok síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×