Fiskar hafa kannski ekki augnlok, en þeir sofa samt. Og sumir þeirra þjást jafnvel af svefntruflunum. Vísindamenn í Kaliforníu, sem hafa rannsakað svefnleysi hjá fólki skoðuðu einnig ýmsar aðrar tegundir.
Þeir komust meðal annars að því að sebrafiskar, sem eru algengir í fiskabúrum hafa í sér stökkbreytt gen sem truflar svefn þeirra á svipaðan hátt og gerist í mannheimum. Vissulega áhugavert fyrir eigendur sebrafiska, sem geta nú farið og spjallað við gærudýr sín, ef þeir eru sjálfir andvaka.
Í skýrslu vísindamannanna er hinsvegar ekki getið um hvort sebrafiskar séu genetiskt svo líkir mönnum að þeir geti varpað einhverju ljósi á svefnvenjur homo sapiens.