Enn einn Garðbæingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Andri Ólafsson skrifar 18. október 2007 20:04 Sjötti maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við fíkniefnasmyglið á Fáskrúðsfirði í vikunni er tengdur Garðarbæjarklíkunni svokölluðu í málinu. Hann heitir Arnar Gústafsson og er fæddur 1980. Þrír af fimm sem sitja í varðhaldi vegna málsins eru úr Garðabæjarklíkunni svokölluðu. Arnar er góðvinur bræðranna Einars Jökuls og Loga Freys Einarssonar, sem og Alvars Óskarssonar en allir eru þeir úr Garðabæ og hafa allir verið handteknir vegna þessa máls. Loga Frey, sem búsettur er í Noregi, var hins vegar sleppt skömmu síðar. Allir þessir menn eru æskuvinur úr Garðabæ og hafa verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti undanfarin ár, fyrir utan Loga Frey sem flutti til Noregs fyrir nokkrum árum. Arnar var handtekinn í vikunni en fréttastofa Stöðvar 2 sagðist í kvöld hafa heimildir fyrir því að það hafi verið gert eftir ábendingu frá einum handteknu í málinu. Einar jökull Einarsson er sá eini af þeim sem handtekinn var daginn sem málið komst upp sem ennþá situr í einangrun. Hinir eru allir komnir í lausagæslu. Lögreglan fylgdist grannt með Einari Jökli og Bjarna Hrafnkelssyni sem taldir eru höfuðpaurar málsins áður en það komst upp í síðasta mánuði. Símar þeirra voru hleraðir og þeim veitt eftirför í marga mánuði. Sú rannsókn skildi eftir sig mikið af gögnum sem gagnast við yfirheyrslur nú. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur aflað eru ljósmyndir sem sýna Einar Jökul í bönkum hérlendis að skipta stórum upphæðum í erlendan gjaldeyri. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan skoði einnig peningamillifærslur frá Einari og Bjarna inn á vini og vandamenn í Danmörku. Pólstjörnumálið Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Sjötti maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við fíkniefnasmyglið á Fáskrúðsfirði í vikunni er tengdur Garðarbæjarklíkunni svokölluðu í málinu. Hann heitir Arnar Gústafsson og er fæddur 1980. Þrír af fimm sem sitja í varðhaldi vegna málsins eru úr Garðabæjarklíkunni svokölluðu. Arnar er góðvinur bræðranna Einars Jökuls og Loga Freys Einarssonar, sem og Alvars Óskarssonar en allir eru þeir úr Garðabæ og hafa allir verið handteknir vegna þessa máls. Loga Frey, sem búsettur er í Noregi, var hins vegar sleppt skömmu síðar. Allir þessir menn eru æskuvinur úr Garðabæ og hafa verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti undanfarin ár, fyrir utan Loga Frey sem flutti til Noregs fyrir nokkrum árum. Arnar var handtekinn í vikunni en fréttastofa Stöðvar 2 sagðist í kvöld hafa heimildir fyrir því að það hafi verið gert eftir ábendingu frá einum handteknu í málinu. Einar jökull Einarsson er sá eini af þeim sem handtekinn var daginn sem málið komst upp sem ennþá situr í einangrun. Hinir eru allir komnir í lausagæslu. Lögreglan fylgdist grannt með Einari Jökli og Bjarna Hrafnkelssyni sem taldir eru höfuðpaurar málsins áður en það komst upp í síðasta mánuði. Símar þeirra voru hleraðir og þeim veitt eftirför í marga mánuði. Sú rannsókn skildi eftir sig mikið af gögnum sem gagnast við yfirheyrslur nú. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur aflað eru ljósmyndir sem sýna Einar Jökul í bönkum hérlendis að skipta stórum upphæðum í erlendan gjaldeyri. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að lögreglan skoði einnig peningamillifærslur frá Einari og Bjarna inn á vini og vandamenn í Danmörku.
Pólstjörnumálið Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira