Óttast stjórnarskipti Guðjón Helgason skrifar 20. október 2007 18:45 Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi. Nýjustu kannanir benda til þess að stjórn eftir kosningarnar verði Jaroslaw Kacynski ekki lengur forsætisráðherra. Kaczynski er leiðtogi hins íhaldssama Laga- og réttlætisflokks og tvíburabróðir Lech Kaczynskis forseta Póllands. Við valdataumunum taki annar hægrimaður, Donald Tusk, leiðtogi Borgaralegs vettvangs og mótframbjóðandi Lechs í forsetakosningunum 2005. Munurinn mælist nú á bilinu 4 til 17%. Tusk hefur lofað umbótum í efnahagsmálum og heimkvaðningu hermanna frá Írak. Grzegor Schetyna, framkvæmdastjóri Borgaralegs vettvangs, flokks Tusks, segir Pólverja trygga bandamenn Bandaríkjamanna en þeir telji hins vegar að hlutverki þeirra í Írak ætti að vera lokið og verkefnum sem þeim var falið einnig. Bandaríkjamenn fylgjast því vandlega með kosningabaráttunni - ekki síst vegna eldflaugavarnarkerfisins sem þeir ætla að byggja í Póllandi og Tékklandi. Það kerfi er þyrnir í augum Rússa. Flokkur Tusks vill fá Atlantshafsbandalagið inn í málið. Schetyna segir þetta mál sem þurfi að taka til umræðu, líka í Póllandi, svo hægt verði að ákvarða með vissu hvað Pólverjar vilji. Hann telur vilja fyrir því að eldflaugavarnarkerfið verði hluti af varnarkerfi NATO. Áhuginn fyrir kosningunum verður ekki síðri hér en um sex þúsund Pólverjar búa á Íslandi. Tæplega 500 þeirra ætla að kjósa og hafa skráð sig til þess. Hægt verður að kjósa í Alþjóðahúsinu í Reykjavík frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 20 annað kvöld. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi. Nýjustu kannanir benda til þess að stjórn eftir kosningarnar verði Jaroslaw Kacynski ekki lengur forsætisráðherra. Kaczynski er leiðtogi hins íhaldssama Laga- og réttlætisflokks og tvíburabróðir Lech Kaczynskis forseta Póllands. Við valdataumunum taki annar hægrimaður, Donald Tusk, leiðtogi Borgaralegs vettvangs og mótframbjóðandi Lechs í forsetakosningunum 2005. Munurinn mælist nú á bilinu 4 til 17%. Tusk hefur lofað umbótum í efnahagsmálum og heimkvaðningu hermanna frá Írak. Grzegor Schetyna, framkvæmdastjóri Borgaralegs vettvangs, flokks Tusks, segir Pólverja trygga bandamenn Bandaríkjamanna en þeir telji hins vegar að hlutverki þeirra í Írak ætti að vera lokið og verkefnum sem þeim var falið einnig. Bandaríkjamenn fylgjast því vandlega með kosningabaráttunni - ekki síst vegna eldflaugavarnarkerfisins sem þeir ætla að byggja í Póllandi og Tékklandi. Það kerfi er þyrnir í augum Rússa. Flokkur Tusks vill fá Atlantshafsbandalagið inn í málið. Schetyna segir þetta mál sem þurfi að taka til umræðu, líka í Póllandi, svo hægt verði að ákvarða með vissu hvað Pólverjar vilji. Hann telur vilja fyrir því að eldflaugavarnarkerfið verði hluti af varnarkerfi NATO. Áhuginn fyrir kosningunum verður ekki síðri hér en um sex þúsund Pólverjar búa á Íslandi. Tæplega 500 þeirra ætla að kjósa og hafa skráð sig til þess. Hægt verður að kjósa í Alþjóðahúsinu í Reykjavík frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 20 annað kvöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira