Ísland tapaði fyrir Ungverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2007 19:55 21.26 Lokastaða: 17-23 Ísland tapaði með sex marka mun. Slæm byrjun á seinni hálfleik varð liðinu að falli. Alfreð Gíslason þjálfari leyfði öllum leikmönnum að spreyta sig í kvöld og var sennilega ekki að stressa sig of mikið á úrslitinum. Þetta var aðeins fyrsta skrefið í löngu undirbúningsferli fyrir EM í Noregi og fer vonandi bara batnandi. Hreiðar Guðmundsson var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Hann varði alls tíu skot, samtals 40% skotanna sem hann fékk á sig. Mörk Íslands: Alexander Petersson 4, Jaliesky Garcia 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3/2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Hannes Jón Jónsson 1, Sigfús Sigurðsson 1, Heimir Örn Árnason 1, Bjarni Fritzson 1, Baldvin Þorsteinsson 1/1. Mörk Ungverjalands: Ilyes 6, Frey 4, Gál 3, Gulyas 2, Ivancsik 2, Katzirz 2, Mocsai 1, Herbert 1, Nagy 1, Zubai 1. Varin skot: Fazekas 13 (43%), Mikler 1/1 (100%) 21.10 Staðan: 14-19 Íslendingar laga aðeins stöðuna. Hreiðar er kominn aftur í markið og byrjaði á því að verja í fyrstu sókn Ungverjanna og leggja svo upp hraðaupphlaupsmark. Ungverjar hafa þó enn góð tök á leiknum. 21.00 Staðan: 10-17 Ungverjar byrja síðari hálfleikinn af krafti og skora úr nánast öllum sínum skotum. Birkir Ívar er kominn í markið í stað Hreiðars. Íslenska liðið skoraði ekki fyrr en um rúmar fimm mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum. Skelfilegur leikkafli hjá íslenska liðinu. Reyndar verður að taka fram að margir óreyndir leikmenn fá nú að spreyta sig. 20.43 Hálfleikur: 9-10 Ungverjar komust í tveggja marka forystu en Íslendingar skoruðu síðasta mark hálfleiksins. Vörnin var sterk um miðbik hálfleiksins en gaf svo aftur eftir undir lokin. Íslensku sóknarmennirnir voru einnig duglegir að láta ungverska markvörðinn verja frá sér í dauðafærum. Greinilegt er að um æfingaleik er að ræða því bæði lið eru talsvert frá sínu besta. 20.32 Staðan 8-8 Sigfús Sigurðsson skoraði fyrsta mark sitt í leiknum og jafnaði metin fyrir Ísland. Ungverjarnir fá svo víti í næstu sókn en skjóta öðru sinni í stöngina og út. Alfreð Gíslason tekur leikhlé í kjölfarið. 20.28 Staðan 7-8 Leikurinn er jafn og spennandi en Ísland komst yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 7-6. Ungverjarnir tóku þá leikhlé og skoruðu strax í fyrstu sókn og komust síðan yfir. Markvörður Ungverja, Nandor Fazekas, hefur farið á kostum í markinu og varið vel frá íslensku strákunum. Alfreð Gíslason ætti að þekkja hann vel því Fazekas er leikmaður Gummersbach. 20.17 Staðan: 5-6 Ungverjarnir byrjuðu betur og komust í 4-1. Íslenska vörnin var afar slök í upphafi en lagaðist eftir því sem á leið. Jaliesky Garcia hefur ekki verið feiminn við að skjóta og hefur skorað þrjú mörk úr sex skotum. Hreiðar byrjaði í markinu og hefur verið fínn. Snorri Steinn hefur skorað tvö en bæði úr vítum. 19.55 Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst eftir fáeinar mínútur. Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir EM í Noregi sem hefst í janúar á næsta ári. Íslenska liðið: Birkri Ívar Guðmundsson Hreiðar Guðmundsson Bjarni Fritzson Sigfús Sigurðsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Arnór Atlason Heimir Örn Árnason Snorri Steinn Guðjónsson Alexander Petersson Sverre Jakobsson Róbert Gunnarsson Jaliesky Garcia Jóhann Gunnar Einarsson Hannes Jón Jónsson Magnús Stefánsson Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
21.26 Lokastaða: 17-23 Ísland tapaði með sex marka mun. Slæm byrjun á seinni hálfleik varð liðinu að falli. Alfreð Gíslason þjálfari leyfði öllum leikmönnum að spreyta sig í kvöld og var sennilega ekki að stressa sig of mikið á úrslitinum. Þetta var aðeins fyrsta skrefið í löngu undirbúningsferli fyrir EM í Noregi og fer vonandi bara batnandi. Hreiðar Guðmundsson var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Hann varði alls tíu skot, samtals 40% skotanna sem hann fékk á sig. Mörk Íslands: Alexander Petersson 4, Jaliesky Garcia 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3/2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Hannes Jón Jónsson 1, Sigfús Sigurðsson 1, Heimir Örn Árnason 1, Bjarni Fritzson 1, Baldvin Þorsteinsson 1/1. Mörk Ungverjalands: Ilyes 6, Frey 4, Gál 3, Gulyas 2, Ivancsik 2, Katzirz 2, Mocsai 1, Herbert 1, Nagy 1, Zubai 1. Varin skot: Fazekas 13 (43%), Mikler 1/1 (100%) 21.10 Staðan: 14-19 Íslendingar laga aðeins stöðuna. Hreiðar er kominn aftur í markið og byrjaði á því að verja í fyrstu sókn Ungverjanna og leggja svo upp hraðaupphlaupsmark. Ungverjar hafa þó enn góð tök á leiknum. 21.00 Staðan: 10-17 Ungverjar byrja síðari hálfleikinn af krafti og skora úr nánast öllum sínum skotum. Birkir Ívar er kominn í markið í stað Hreiðars. Íslenska liðið skoraði ekki fyrr en um rúmar fimm mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum. Skelfilegur leikkafli hjá íslenska liðinu. Reyndar verður að taka fram að margir óreyndir leikmenn fá nú að spreyta sig. 20.43 Hálfleikur: 9-10 Ungverjar komust í tveggja marka forystu en Íslendingar skoruðu síðasta mark hálfleiksins. Vörnin var sterk um miðbik hálfleiksins en gaf svo aftur eftir undir lokin. Íslensku sóknarmennirnir voru einnig duglegir að láta ungverska markvörðinn verja frá sér í dauðafærum. Greinilegt er að um æfingaleik er að ræða því bæði lið eru talsvert frá sínu besta. 20.32 Staðan 8-8 Sigfús Sigurðsson skoraði fyrsta mark sitt í leiknum og jafnaði metin fyrir Ísland. Ungverjarnir fá svo víti í næstu sókn en skjóta öðru sinni í stöngina og út. Alfreð Gíslason tekur leikhlé í kjölfarið. 20.28 Staðan 7-8 Leikurinn er jafn og spennandi en Ísland komst yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 7-6. Ungverjarnir tóku þá leikhlé og skoruðu strax í fyrstu sókn og komust síðan yfir. Markvörður Ungverja, Nandor Fazekas, hefur farið á kostum í markinu og varið vel frá íslensku strákunum. Alfreð Gíslason ætti að þekkja hann vel því Fazekas er leikmaður Gummersbach. 20.17 Staðan: 5-6 Ungverjarnir byrjuðu betur og komust í 4-1. Íslenska vörnin var afar slök í upphafi en lagaðist eftir því sem á leið. Jaliesky Garcia hefur ekki verið feiminn við að skjóta og hefur skorað þrjú mörk úr sex skotum. Hreiðar byrjaði í markinu og hefur verið fínn. Snorri Steinn hefur skorað tvö en bæði úr vítum. 19.55 Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst eftir fáeinar mínútur. Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir EM í Noregi sem hefst í janúar á næsta ári. Íslenska liðið: Birkri Ívar Guðmundsson Hreiðar Guðmundsson Bjarni Fritzson Sigfús Sigurðsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Arnór Atlason Heimir Örn Árnason Snorri Steinn Guðjónsson Alexander Petersson Sverre Jakobsson Róbert Gunnarsson Jaliesky Garcia Jóhann Gunnar Einarsson Hannes Jón Jónsson Magnús Stefánsson
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira