Í kvöld hefst deildarkeppnin í NBA deildinni í körfubolta með þremur leikjum og verður leikur Golden State Warriors og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV rásinni á fjölvarpinu klukkan hálf þrjú eftir miðnætti.
Annað kvöld verður NBA TV svo með tvær beinar útsendingar í röð. Memphis og San Antonio eigast við á miðnætti og klukkan hálf þrjú verður sýnt beint frá leik Seattle og Denver.
Það verður mikið um dýrðir á NBA TV fyrstu vikuna í deildarkeppninni en þá verða oftast tvær beinar útsendingar á hverju kvöldi. Hér fyrir neðan má sjá hvað verður á dagskránni næstu daga.
Þri. 30. okt. Golden St. - Utah 02:30
Mið. 31. okt. Memphis - San Antonio 00:00
Mið. 31. okt. Denver - Seattle 02:30
Fim. 1. nóv. Seattle - Phoenix 02:30
Fös. 2. nóv. New Jersey - Toronto 23:30
Fös. 2. nóv. LA Clippers - Golden St. 02:30
Lau. 3. nóv. Washington - Orlando 23:00
Lau. 3. nóv. Memphis - Indiana 00:00
Sun. 4. nóv. Miami - Charlotte 23:00
Sun. 4. nóv. LA Lakers - Utah 02:30