Viðskipti innlent

Mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. Greiningardeild Glitnis segir mestar líkur á að bankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum á morgun.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. Greiningardeild Glitnis segir mestar líkur á að bankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum á morgun. Mynd/GVA

Greiningardeild Glitnis telur líkur á því að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun og muni hugsanlega ekki hefja lækkanaferli fyrr en á öðrum fjórðungi á næsta ári.

Greiningardeildin telur til í Morgunkorni sínu í dag að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé mikill, eða nálægt 7 prósentum, á sama tíma og kaupmáttur launa sé mikill, eignaverð hátt, atvinnuleysi lítið og vinnumarkaðurinn spenntur. þá séu neytendur bjartsýnir um efnahagsástandið samkvæmt væntingavísitölu Gallups.

Deildin bendir á að allir þessir þættir séu vísbending um að enn sé mikil þensla í hagkerfinu sem verki í þá átt að seinka stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. Á móti vegi að enn er óvíst með hvaða hætti sviptingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á þriðja fjórðungi ársins hafi á raunhagkerfi heims á næstu misserum og hver áhrif þeirra verði á hagvöxt hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×