Koeman vígður hjá Valencia

Hollendingurinn Ronald Koeman var í kvöld formlega ráðinn þjálfari Valencia og skrifaði undir samning við félagið til ársins 2010. Koeman var áður hjá Benfica og PSV Eindhoven í Hollandi, en gerði garðinn frægan á Spáni sem leikmaður Barcelona.