Guddy, ég ætla að setja tvö úr aukaspyrnum 7. nóvember 2007 12:33 Eiður og Ronaldinho eru mestu mátar NordicPhotos/GettyImages Ronaldinho hjá Barcelona lofaði Eiði Smára Guðjohnsen að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum í 3-1 sigri liðsins á Betis á sunnudaginn. Þeim félögum kemur einstaklega vel saman ef marka má grein í spænska blaðinu Mundo Deportivo. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem á eftir kom, en Ronaldinho stóð við stóru orðin og skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu í umræddum leik. Í Mundo Deportivo er skemmtileg grein um það sem fór á milli þeirra félaga fyrir leikinn gegn Betis. Hér fyrir neðan er ágrip úr greininni sem er dramatísk og skemmtileg. Þar segir að þeir Eiður og Ronaldinho hafi sest niður á hóteli nokkrum tímum fyrir leikinn til að fá sér kaffisopa og þar lét Brasilíumaður spádóma sína á borðið. "Guddy, ég ætla að skora tvö mörk úr aukaspyrnum í dag," sagði Ronaldinho. Hann eyðir miklum tíma með Íslendingnum, sem er félagslyndur, vingjarnlegur og góður félagi að sögn blaðsins. Fyrst var Eiður sagður hafa sett upp undrunarsvip - en skellti svo upp úr og gerði lítið úr spádómshæfileikum félaga síns. Bað hann frekar að skipta um tónlist og vera ekki með þessar "fantasíur." Þegar Ronaldinho skoraði svo síðara mark sitt beint úr aukaspyrnu í leiknum um kvöldið, hneigði Eiður sig fyrir félaga sínum og viðurkenndi galdra hans og spádómshæfileika. Leikrænir tilburðir þess íslenska báru vott af virðingu - en meira væntumþykju. Hann faðmaði félaga sinn eins og björn - fast og með tilfinningu. Sannur vinur Eiður Smári stólaði á stuðning Ronaldinho þegar hann lenti í mótlæti hjá liðinu. Núna er Íslendingurinn búinn að vinna traust Rikjaard þjálfara á ný og hann segir Guðjohnsen vera dæmi um þá fórnfýsi og eljusemi sem er í hóp liðsins. Vandamál "Kúrekans" Ronaldinho er, að framvegis mun Eiður láta reyna meira á spádómsgáfur sínar. Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona undanfarið og það má alltaf lesa út úr svip hans. Augu hans missa glampann og ásakanir og gagnrýni fá á hann. En hann er sterkur og kemur alltaf til baka. Hann segist ánægður hjá Barcelona. Blaðamaður spyr Ronaldinho hvort hann setji þá ekki þrennu á móti Rangers í Meistaradeildinni. "Það er naumast pressan sem þú setur á mig," segir Ronaldinho og hlær. Hann yrði ánægður ef Eiður Smári næði að skora þrennu í þeim leik - þá myndi hann endurgjalda honum lotninguna frá því í leiknum gegn Betis. Þetta er lítið smáatriði sem gerir búningsherbergi Barcelona jafn stórt og það er í raun. Byggt á grein Mundo Deportivo Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Ronaldinho hjá Barcelona lofaði Eiði Smára Guðjohnsen að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum í 3-1 sigri liðsins á Betis á sunnudaginn. Þeim félögum kemur einstaklega vel saman ef marka má grein í spænska blaðinu Mundo Deportivo. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það sem á eftir kom, en Ronaldinho stóð við stóru orðin og skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnu í umræddum leik. Í Mundo Deportivo er skemmtileg grein um það sem fór á milli þeirra félaga fyrir leikinn gegn Betis. Hér fyrir neðan er ágrip úr greininni sem er dramatísk og skemmtileg. Þar segir að þeir Eiður og Ronaldinho hafi sest niður á hóteli nokkrum tímum fyrir leikinn til að fá sér kaffisopa og þar lét Brasilíumaður spádóma sína á borðið. "Guddy, ég ætla að skora tvö mörk úr aukaspyrnum í dag," sagði Ronaldinho. Hann eyðir miklum tíma með Íslendingnum, sem er félagslyndur, vingjarnlegur og góður félagi að sögn blaðsins. Fyrst var Eiður sagður hafa sett upp undrunarsvip - en skellti svo upp úr og gerði lítið úr spádómshæfileikum félaga síns. Bað hann frekar að skipta um tónlist og vera ekki með þessar "fantasíur." Þegar Ronaldinho skoraði svo síðara mark sitt beint úr aukaspyrnu í leiknum um kvöldið, hneigði Eiður sig fyrir félaga sínum og viðurkenndi galdra hans og spádómshæfileika. Leikrænir tilburðir þess íslenska báru vott af virðingu - en meira væntumþykju. Hann faðmaði félaga sinn eins og björn - fast og með tilfinningu. Sannur vinur Eiður Smári stólaði á stuðning Ronaldinho þegar hann lenti í mótlæti hjá liðinu. Núna er Íslendingurinn búinn að vinna traust Rikjaard þjálfara á ný og hann segir Guðjohnsen vera dæmi um þá fórnfýsi og eljusemi sem er í hóp liðsins. Vandamál "Kúrekans" Ronaldinho er, að framvegis mun Eiður láta reyna meira á spádómsgáfur sínar. Ronaldinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona undanfarið og það má alltaf lesa út úr svip hans. Augu hans missa glampann og ásakanir og gagnrýni fá á hann. En hann er sterkur og kemur alltaf til baka. Hann segist ánægður hjá Barcelona. Blaðamaður spyr Ronaldinho hvort hann setji þá ekki þrennu á móti Rangers í Meistaradeildinni. "Það er naumast pressan sem þú setur á mig," segir Ronaldinho og hlær. Hann yrði ánægður ef Eiður Smári næði að skora þrennu í þeim leik - þá myndi hann endurgjalda honum lotninguna frá því í leiknum gegn Betis. Þetta er lítið smáatriði sem gerir búningsherbergi Barcelona jafn stórt og það er í raun. Byggt á grein Mundo Deportivo
Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira