Hann var kærður til eftirlitsnefndar með málefnum lögreglunnar. Þar var hann sýknaður af rasisma. Nefndin sagði þó að lögreglan eigi ekki að nota slík orð, því það geti veikt traust hennar.
Fyhn er ekki sammála þeirri gagnrýni. Hann segir að það sé ekki hlutverk eftirlitsnefndarinnar að vera siðapostuli. Það vilji hann skoða betur. Umfram það vill hann ekki tjá sig. Ljóst er af þessu að það er ekki bara á Íslandi sem fólk á í vandræðum með að finna orð yfir litaraft mannkynsins.