Toronto burstaði Chicago 11. nóvember 2007 11:44 Chicago-liðið er heillum horfið í upphafi leiktíðar NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. "Hvað er að gerast með þetta lið," sagði T.J. Ford, leikstórnandi Toronto í nótt eftir að lið hans hafði unnið Chicago Bulls 101-71 á útivelli. Hann er ekki einn um að vera hissa á byrjun Chicago liðsins, sem átti aldrei möguleika í leiknum í nótt og var sigur Toronto öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Andres Nocioni var stigahæstur með 20 stig í arfaslöku liði Chicago í nótt, en liðið hafði unnið 15 af 17 síðustu leikjum gegn Toronto fyrir þessa skelfilegu útreið. Carlos Delfino skoraði 16 stig og þeir Chris Bosh og Andrea Bargnani 14 hvor. TJ Ford gaf 14 stoðsendingar og Toronto vann þennan stórsigur þrátt fyrir að vera að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Ótrúleg endurkoma Denver Denver vann sigur á Indiana 113-106 í ótrúlegum leik í Indianapolis, þar sem Denver var einum 25 stigum undir í hálfleik. Indiana skoraði t.a.m. 46 stig í fyrsta leikhlutanum, en Denver náði að snúa dæminu við eftir hrikalega hálfleiksræðu frá George Karl þjálfara. "Ég efast um að það sé hafandi eftir í fjölmiðlum," sagði Karl þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik. "Hann blótaði okkur í kaf," sagði Carmelo Anthony hjá Denver sem skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst. Allen Iverson skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Troy Murphi var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 18 stig. Fimm í röð hjá Boston Boston vann nokkuð sannfærandi sigur á New Jersey í nótt 112-101. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Ray Allen 27 og Kevin Garnett 18 og 14 fráköst. Richard Jefferson skoraði 28 fyrir New Jersey. Phoenix vann góðan sigur á Orlando á útivelli þar sem Leandro Barbosa var í miklu stuði og setti parsónulegt met með 39 stigum eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið í stað hins meidda Raja Bell. Dwight Howard skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando. Bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað tveimur. Utah vann auðveldan sigur á Memphis 118-94 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Utah, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 13 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis sem tapaði 25 boltum í leiknum. Loksin, loksins hjá Portland Portland lagði Dallas 91-82 eftir að hafa tapað síðustu 13 leikjum sínum gegn Dallas. Brandon Roy var frábær í liði Portland og skoraði 32 stig í þriðja sigri liðsins í röð. Josh Howard skoraði 20 stig fyrir Dallas sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Loks vann Sacramento 100-93 sigur á Minnesota á heimavelli og því er Minnesota enn án sigurs í fyrstu fimm leikjunum. Al Jefferson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina en Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. "Hvað er að gerast með þetta lið," sagði T.J. Ford, leikstórnandi Toronto í nótt eftir að lið hans hafði unnið Chicago Bulls 101-71 á útivelli. Hann er ekki einn um að vera hissa á byrjun Chicago liðsins, sem átti aldrei möguleika í leiknum í nótt og var sigur Toronto öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Andres Nocioni var stigahæstur með 20 stig í arfaslöku liði Chicago í nótt, en liðið hafði unnið 15 af 17 síðustu leikjum gegn Toronto fyrir þessa skelfilegu útreið. Carlos Delfino skoraði 16 stig og þeir Chris Bosh og Andrea Bargnani 14 hvor. TJ Ford gaf 14 stoðsendingar og Toronto vann þennan stórsigur þrátt fyrir að vera að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Ótrúleg endurkoma Denver Denver vann sigur á Indiana 113-106 í ótrúlegum leik í Indianapolis, þar sem Denver var einum 25 stigum undir í hálfleik. Indiana skoraði t.a.m. 46 stig í fyrsta leikhlutanum, en Denver náði að snúa dæminu við eftir hrikalega hálfleiksræðu frá George Karl þjálfara. "Ég efast um að það sé hafandi eftir í fjölmiðlum," sagði Karl þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik. "Hann blótaði okkur í kaf," sagði Carmelo Anthony hjá Denver sem skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst. Allen Iverson skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Troy Murphi var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 18 stig. Fimm í röð hjá Boston Boston vann nokkuð sannfærandi sigur á New Jersey í nótt 112-101. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Ray Allen 27 og Kevin Garnett 18 og 14 fráköst. Richard Jefferson skoraði 28 fyrir New Jersey. Phoenix vann góðan sigur á Orlando á útivelli þar sem Leandro Barbosa var í miklu stuði og setti parsónulegt met með 39 stigum eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið í stað hins meidda Raja Bell. Dwight Howard skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando. Bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað tveimur. Utah vann auðveldan sigur á Memphis 118-94 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Utah, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 13 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis sem tapaði 25 boltum í leiknum. Loksin, loksins hjá Portland Portland lagði Dallas 91-82 eftir að hafa tapað síðustu 13 leikjum sínum gegn Dallas. Brandon Roy var frábær í liði Portland og skoraði 32 stig í þriðja sigri liðsins í röð. Josh Howard skoraði 20 stig fyrir Dallas sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Loks vann Sacramento 100-93 sigur á Minnesota á heimavelli og því er Minnesota enn án sigurs í fyrstu fimm leikjunum. Al Jefferson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina en Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira