NBA í nótt: Boston enn ósigrað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2007 09:07 Paul Pierce skilaði sínu í nótt. Nordic Photos / Getty Images Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem meðal annars Boston vann sinn sjötta sigurleik í röð en Houston tapaði. Byrjun Boston á tímabilinu er sú besta í tuttugu ár, frá haustinu 1987. Þá vann liðið einnig sex sigurleiki í röð og byggði einnig á þremur gríðarlega sterkum leikmönnum, rétt eins og nú. Einn þeirra þremenninga, Paul Pierce, var maðurinn á bak við sigurinn í nótt. Hann stóð af sér harkalegt brot Jamaal Tinsley, leikmanni Indiana Pacers, í öðrum leikhluta og svaraði með því að skora þrettán af sínu 31 stigi á þriggja mínútna kafla í kjölfarið. Það dugði til að skapa Boston öruggan sigur, 101-85. Staðan var jöfn, 38-38, þegar Tinsley braut á Pierce. Honum tókst að halda stjórn á skapi sínu og á milli vítakastanna tók hann nokkrar armbeygjur til að egna Tinsley og fá áhorfendur á sitt band. „Það er deginum ljósara að þetta kveikti í Paul," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Pierce bætti ellefu fráköstum og sex stoðsendingum við stigin sín 31. Kevin Garnett var með átján stig og ellefu fráköst en Ray Allen sautján. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 24 stig. Tinsley kom næstur með fjórtán stig. Bruce Bowen var gríðarlega öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Bowen stöðvaði Kobe Portland og San Antonio unnu bæði sinn fjórða leik í röð í nótt. Portland tók á móti Detroit og vann átta stiga sigur, 102-94. San Antonio vann LA Lakers, 107-92. Bruce Bowen var í essinu sínu fyrir San Antonio í nótt og ekki nóg með að hann hélt Kobe Bryant í átján stigum, skoraði hann meira að segja meira en Kobe í leiknum. Bowen nýtti öll sex þriggja stiga skotin sín og bætti við fimm utan af velli og úr vítaköstum. Tony Parker var með 26 stig í leiknum og Manu Ginobili sautján. Bryant var stigahæstur hjá Lakers með sín átján stig en Jordan Farmar var næstur með sextán og Lamar Odom tólf. Sigurinn var öruggur og var það fyrst og fremst sterkur varnarleikur og góð þriggja stiga nýting sem tryggði Spurs sigurinn. Clyde Drexler og Jerome Kersey heilsuðu upp á leikmenn Portland fyrir leikinn gegn Detroit í nótt og dugði það til að kveikja í mönnum. Þetta var fjórði heimasigur liðsins í röð eftir að það tapaði fyrstu þremur leikjum sínum, öllum á útivelli. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka minnkaði Tayshaun Prince muninn í þrjú stig en Jarrett Jack svaraði um hæl hinum megin á vellinum og urður leikmenn Detroit að játa sig sigraða. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig og tók tíu fráköst fyrir Portland. Hjá Detroit var Prince stigahæstur með tuttugu stig og Chauncey Billups skoraði nítján. Amare Stoudemire fann sig vel gegn New York.Nordic Photos / Getty Images Unnu af gömlum vana Fjarvera Stephon Marbury og tveggja annarra byrjunarliðsleikmanna hjá New York Knicks gerði það að verkum að liðið átti lítinn séns í Phoenix Suns. Svo fór að Phoenix vann leik þeirra í nótt, 113-102, og gátu gestirnir vel við unað. Marbury lét sig hverfa fyrr um daginn í gær og fór víst aftur til New York en leikurinn í nótt var fyrsti af fjórum útileikjum í röð hjá liðinu. Hvað gerist í kjölfarið er alls óvíst. Phoenix keyrðu leikinn áfram af gömlum vana. Amare Stoudamire, Grant Hill, Shawn Marion og Leandro Barbosa voru allir með að minnsta kosti 21 stig og Steve Nash var með tólf stoðsendingar í leiknum. Bekkurinn þurfti ekki að skila miklu af sér og gerði liðið nóg til að innbyrða sigurinn. „Við vorum ágætir," sagði Mike D'Antoni, þjálfari Suns. „Við áttum að vera kraftmeiri í leiknum. Við hefðum átt að leggja meira í okkar leik og svo virtist sem að áhorfendur væru algjörlega dauðir." Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 21 stig. Fred Jones kom næstur með nítján stig. Dallas mætti Philadelphia í nótt og vann fimmtán stiga sigur, 99-84. Jason Terry skoraði tólf af sínum 25 stigum í leiknum í þriðja leikhlutanum er Dallas komst í þá forystu sem skapaði liðinu sigurinn. Dirk Nowitzky bætti við 21 stigi og tók tólf fráköst. Terry nýtti ekki hvert skotfæri í fyrri hálfleik og fékk að heyra það í hlénu frá Avery Johnson, þjálfara liðsins. Terry tók hann á orðinu og hitti úr átta skotum af þrettán tilraunum í seinni hálfleik. „Hann sleppti þremur góðum skotfærum í fyrri hálfleik," sagði Johnson. „Ég varð að minna hann á að hann er Örbylgjuofninn, ekki brauðristin." Terry hefur áður verið kallaður fyrra nafninu. Rashard Lewis mætti sínum gömlu félögum í Seattle.Nordic Photos / Getty Images Enn tapar Seattle Orlando Magic býr yfir næstbesta árangri liða á Vesturströndinni til þessa en liðið vann í nótt öruggan sigur á Seattle SuperSonics sem hefur tapað öllum átta leikjum sínum til þessa. Leikurinn var sá fyrsti sem Rashard Lewis lék gegn sínum gömlu félögum í Seattle og átti hann góðan leik. Hann skoraði 22 stig, þar af nítján í fyrri hálfleik. Niðurstaðan var 27 stiga sigur, 103-76. Þetta er versta byrjun SuperSonics í sögu félagsins og fannst Lewis leiðinlegt hvernig væri komið fyrir liðinu. „Ég óska þeim alls hins besta enda eru þeir margir hverjir nánir vinir mínir," sagði Lewis. Sigurinn var það öruggur að bæði Lewis og Dwight Howard hvíldu í fjórða leikhluta. Howard var með þrettán stig í leiknum og tólf fráköst. Hedo Turkoglu bætti við sautján stigum fyrir Orlando en stigahæstur hjá Seattle var Nick Collison með fimmtán stig. Nýliðinn Kevin Durant náði sér engan veginn á strik og skoraði einungis tíu stig. Hann hitti einungis úr fjórum af þrettán tilraunum sínum utan af velli, þar af klikkaði hann á öllum þriggja stiga skotum sínum. Byrjun Miami á tímabilinu er ekki mikið betri en hjá Seattle. Liðið vann þó sinn fyrsta leik fyrir skemmstu en í nótt steinlá liðið fyrir Charlotte Bobcats, 91-76. Gerald Wallace skoraði nítján stig fyrir Charlotte og Jason Richardson bætti við átján. Hjá Miami var Shaquille O'Neal stigahæstur með sautján stig. Sem fyrr var Dwyane Wade fjarri góðu gamni vegna meiðsla og sést það vel á tölfræði liðsins. Liðið hefur skorað fæst stig í allri deildinni það sem af er og í nótt nýttu leikmenn liðsins aðeins eina af sjö þriggja stiga tilraunum sínum. Darko Milicic gerir hér sér lítið fyrir og treður framhjá Yao Ming í leiknum í nótt.Nordic Photos / Getty Images Darko stöðvaði Yao Einn stærsti leikur næturinn var viðureign Memphis og Houston. Síðarnefnda liðið hafði aðeins tapað einum leik en Memphis aðeins unnið tvo. Heimamenn gerðu sér þó lítið fyrir og unnu meistaraefnin í Houston, 105-96. Darko Milicic var gríðarlega öflugur í vörninni og bætti meira að segja við tuttugu stigum í sókninni. Þar fór Pau Gasol fyrir sínum mönnum með 26 stigum. Tracy McGrady var sjóðheitur sem fyrr og skoraði 41 stig en það dugði einfaldlega ekki til. Milicic náði að halda aftur af Yao Ming og gerði það gæfumuninn. Vítanýting var einnig mikilvægur þáttur í sigri Memphis. Leikmenn liðsins nýttu öll átta vítaköst sín á síðustu tveimur mínútunum eftir að Houston hafði jafnað leikinn, 97-97. Memphis var með 82,9% vítanýtingu en Houston 70,8%. Ming skoraði 22 stig í leiknum en sagði svo eftir leik að varnarleikur Houston hafi orðið liðinu að falli. „Ég gætti Darko ekki nægilega vel og Pau Gasol fékk að taka sautján vítaköst," sagði hann. NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem meðal annars Boston vann sinn sjötta sigurleik í röð en Houston tapaði. Byrjun Boston á tímabilinu er sú besta í tuttugu ár, frá haustinu 1987. Þá vann liðið einnig sex sigurleiki í röð og byggði einnig á þremur gríðarlega sterkum leikmönnum, rétt eins og nú. Einn þeirra þremenninga, Paul Pierce, var maðurinn á bak við sigurinn í nótt. Hann stóð af sér harkalegt brot Jamaal Tinsley, leikmanni Indiana Pacers, í öðrum leikhluta og svaraði með því að skora þrettán af sínu 31 stigi á þriggja mínútna kafla í kjölfarið. Það dugði til að skapa Boston öruggan sigur, 101-85. Staðan var jöfn, 38-38, þegar Tinsley braut á Pierce. Honum tókst að halda stjórn á skapi sínu og á milli vítakastanna tók hann nokkrar armbeygjur til að egna Tinsley og fá áhorfendur á sitt band. „Það er deginum ljósara að þetta kveikti í Paul," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Pierce bætti ellefu fráköstum og sex stoðsendingum við stigin sín 31. Kevin Garnett var með átján stig og ellefu fráköst en Ray Allen sautján. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 24 stig. Tinsley kom næstur með fjórtán stig. Bruce Bowen var gríðarlega öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Bowen stöðvaði Kobe Portland og San Antonio unnu bæði sinn fjórða leik í röð í nótt. Portland tók á móti Detroit og vann átta stiga sigur, 102-94. San Antonio vann LA Lakers, 107-92. Bruce Bowen var í essinu sínu fyrir San Antonio í nótt og ekki nóg með að hann hélt Kobe Bryant í átján stigum, skoraði hann meira að segja meira en Kobe í leiknum. Bowen nýtti öll sex þriggja stiga skotin sín og bætti við fimm utan af velli og úr vítaköstum. Tony Parker var með 26 stig í leiknum og Manu Ginobili sautján. Bryant var stigahæstur hjá Lakers með sín átján stig en Jordan Farmar var næstur með sextán og Lamar Odom tólf. Sigurinn var öruggur og var það fyrst og fremst sterkur varnarleikur og góð þriggja stiga nýting sem tryggði Spurs sigurinn. Clyde Drexler og Jerome Kersey heilsuðu upp á leikmenn Portland fyrir leikinn gegn Detroit í nótt og dugði það til að kveikja í mönnum. Þetta var fjórði heimasigur liðsins í röð eftir að það tapaði fyrstu þremur leikjum sínum, öllum á útivelli. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka minnkaði Tayshaun Prince muninn í þrjú stig en Jarrett Jack svaraði um hæl hinum megin á vellinum og urður leikmenn Detroit að játa sig sigraða. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig og tók tíu fráköst fyrir Portland. Hjá Detroit var Prince stigahæstur með tuttugu stig og Chauncey Billups skoraði nítján. Amare Stoudemire fann sig vel gegn New York.Nordic Photos / Getty Images Unnu af gömlum vana Fjarvera Stephon Marbury og tveggja annarra byrjunarliðsleikmanna hjá New York Knicks gerði það að verkum að liðið átti lítinn séns í Phoenix Suns. Svo fór að Phoenix vann leik þeirra í nótt, 113-102, og gátu gestirnir vel við unað. Marbury lét sig hverfa fyrr um daginn í gær og fór víst aftur til New York en leikurinn í nótt var fyrsti af fjórum útileikjum í röð hjá liðinu. Hvað gerist í kjölfarið er alls óvíst. Phoenix keyrðu leikinn áfram af gömlum vana. Amare Stoudamire, Grant Hill, Shawn Marion og Leandro Barbosa voru allir með að minnsta kosti 21 stig og Steve Nash var með tólf stoðsendingar í leiknum. Bekkurinn þurfti ekki að skila miklu af sér og gerði liðið nóg til að innbyrða sigurinn. „Við vorum ágætir," sagði Mike D'Antoni, þjálfari Suns. „Við áttum að vera kraftmeiri í leiknum. Við hefðum átt að leggja meira í okkar leik og svo virtist sem að áhorfendur væru algjörlega dauðir." Hjá New York var Jamal Crawford stigahæstur með 21 stig. Fred Jones kom næstur með nítján stig. Dallas mætti Philadelphia í nótt og vann fimmtán stiga sigur, 99-84. Jason Terry skoraði tólf af sínum 25 stigum í leiknum í þriðja leikhlutanum er Dallas komst í þá forystu sem skapaði liðinu sigurinn. Dirk Nowitzky bætti við 21 stigi og tók tólf fráköst. Terry nýtti ekki hvert skotfæri í fyrri hálfleik og fékk að heyra það í hlénu frá Avery Johnson, þjálfara liðsins. Terry tók hann á orðinu og hitti úr átta skotum af þrettán tilraunum í seinni hálfleik. „Hann sleppti þremur góðum skotfærum í fyrri hálfleik," sagði Johnson. „Ég varð að minna hann á að hann er Örbylgjuofninn, ekki brauðristin." Terry hefur áður verið kallaður fyrra nafninu. Rashard Lewis mætti sínum gömlu félögum í Seattle.Nordic Photos / Getty Images Enn tapar Seattle Orlando Magic býr yfir næstbesta árangri liða á Vesturströndinni til þessa en liðið vann í nótt öruggan sigur á Seattle SuperSonics sem hefur tapað öllum átta leikjum sínum til þessa. Leikurinn var sá fyrsti sem Rashard Lewis lék gegn sínum gömlu félögum í Seattle og átti hann góðan leik. Hann skoraði 22 stig, þar af nítján í fyrri hálfleik. Niðurstaðan var 27 stiga sigur, 103-76. Þetta er versta byrjun SuperSonics í sögu félagsins og fannst Lewis leiðinlegt hvernig væri komið fyrir liðinu. „Ég óska þeim alls hins besta enda eru þeir margir hverjir nánir vinir mínir," sagði Lewis. Sigurinn var það öruggur að bæði Lewis og Dwight Howard hvíldu í fjórða leikhluta. Howard var með þrettán stig í leiknum og tólf fráköst. Hedo Turkoglu bætti við sautján stigum fyrir Orlando en stigahæstur hjá Seattle var Nick Collison með fimmtán stig. Nýliðinn Kevin Durant náði sér engan veginn á strik og skoraði einungis tíu stig. Hann hitti einungis úr fjórum af þrettán tilraunum sínum utan af velli, þar af klikkaði hann á öllum þriggja stiga skotum sínum. Byrjun Miami á tímabilinu er ekki mikið betri en hjá Seattle. Liðið vann þó sinn fyrsta leik fyrir skemmstu en í nótt steinlá liðið fyrir Charlotte Bobcats, 91-76. Gerald Wallace skoraði nítján stig fyrir Charlotte og Jason Richardson bætti við átján. Hjá Miami var Shaquille O'Neal stigahæstur með sautján stig. Sem fyrr var Dwyane Wade fjarri góðu gamni vegna meiðsla og sést það vel á tölfræði liðsins. Liðið hefur skorað fæst stig í allri deildinni það sem af er og í nótt nýttu leikmenn liðsins aðeins eina af sjö þriggja stiga tilraunum sínum. Darko Milicic gerir hér sér lítið fyrir og treður framhjá Yao Ming í leiknum í nótt.Nordic Photos / Getty Images Darko stöðvaði Yao Einn stærsti leikur næturinn var viðureign Memphis og Houston. Síðarnefnda liðið hafði aðeins tapað einum leik en Memphis aðeins unnið tvo. Heimamenn gerðu sér þó lítið fyrir og unnu meistaraefnin í Houston, 105-96. Darko Milicic var gríðarlega öflugur í vörninni og bætti meira að segja við tuttugu stigum í sókninni. Þar fór Pau Gasol fyrir sínum mönnum með 26 stigum. Tracy McGrady var sjóðheitur sem fyrr og skoraði 41 stig en það dugði einfaldlega ekki til. Milicic náði að halda aftur af Yao Ming og gerði það gæfumuninn. Vítanýting var einnig mikilvægur þáttur í sigri Memphis. Leikmenn liðsins nýttu öll átta vítaköst sín á síðustu tveimur mínútunum eftir að Houston hafði jafnað leikinn, 97-97. Memphis var með 82,9% vítanýtingu en Houston 70,8%. Ming skoraði 22 stig í leiknum en sagði svo eftir leik að varnarleikur Houston hafi orðið liðinu að falli. „Ég gætti Darko ekki nægilega vel og Pau Gasol fékk að taka sautján vítaköst," sagði hann.
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira