John Thain í forstjórastól Merrill Lynch 14. nóvember 2007 18:52 John Thain, forstjóri bandarísk-evrópsku kauphallarsamstæðunnar NYSE Euronext, en talið er líklegt að hann verði nefndur til sögunnar sem næsti forstjóri Merrill Lynch í kvöld. Mynd/AFP Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch. Bandaríska dagblaðið New York Post segir líkur á að tilkynning þessa efnis liggi fyrir um níuleytið, eða á svipuðum tíma og viðskiptadeginum lýkur í Bandaríkjunum í kvöld. Merrill Lynch kom afar illa út úr fjármálakrísunni sem riðið hefur yfir alþjóðlega fjármálamarkaði upp á síðkastið og tapaði jafnvirði 140 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er fyrsta tap bankans í sex ár sem að mestu leyti er tilkomið vegna afskrifta í tengslum við fasteignalán bankans. Slæm afkoma bankans leiddi til þess að Stan O'Neal, fyrrum forstjóri bankans, varð að taka poka sinn í lok síðasta mánaðar.Gangi þetta eftir þykir Duncan Niederauer, næstráðandi Thains, líklegasti eftirmaðurinn í forstjórastól NYSE Euronext, að sögn New York Post. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch. Bandaríska dagblaðið New York Post segir líkur á að tilkynning þessa efnis liggi fyrir um níuleytið, eða á svipuðum tíma og viðskiptadeginum lýkur í Bandaríkjunum í kvöld. Merrill Lynch kom afar illa út úr fjármálakrísunni sem riðið hefur yfir alþjóðlega fjármálamarkaði upp á síðkastið og tapaði jafnvirði 140 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er fyrsta tap bankans í sex ár sem að mestu leyti er tilkomið vegna afskrifta í tengslum við fasteignalán bankans. Slæm afkoma bankans leiddi til þess að Stan O'Neal, fyrrum forstjóri bankans, varð að taka poka sinn í lok síðasta mánaðar.Gangi þetta eftir þykir Duncan Niederauer, næstráðandi Thains, líklegasti eftirmaðurinn í forstjórastól NYSE Euronext, að sögn New York Post.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira