Kári: Ég á að vera í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2007 14:30 Kári Árnason á Laugardalsvellinum fyrir leik Íslands og Lettlands í síðasta mánuði. Mynd/E. Stefán Kári Árnason segir í samtali við Jyllandsposten í dag að hann sé besti varnartengiliður Ísland og að hann eigi heima í landsliðinu. Kári var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar á dögunum og síðan þá hefur Ólafur valið tvo miðvallarleikmenn fram yfir Kára vegna brottfalls þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Kári segir í samtali við blaðið að val Ólafs hafi komið honum mjög á óvart. „Ég hef spilað vel að undanförnu og tel víst að ég eigi að vera í landsliðinu. En þetta er að sjálfsögðu undir þjálfaranum komið," sagði hann. Hann sagði enn fremur að hann þekki ekki Ólaf persónulega og hafi ekki rætt við hann síðan hann tók við starfi landsliðsþjálfara. Kári segist einnig ósáttur við vinnubrögð KSÍ. „KSÍ sendi símbréf til AGF þar sem stóð að ég hefði verið valinn í landsliðið. Síðan sá ég á heimasíðu KSÍ að ég hefði ekki verið valinn. Þetta er óskaplega áhugamannalegt af þeim." Öllum knattspyrnusamböndum ber að tilkynna félögum að leikmaður kunni að vera valinn í landsliðið komi hann til greina. Það þarf þó ekki að þýða að viðkomandi leikmaður verði á endanum valinn í viðkomandi leikmannahóp. Hann vandar KSÍ ekki kveðjuna. „Í fyrsta skiptið sem ég var valinn í landsliðið datt ég aftur úr hópnum sama daginn. Ég komst að því í blöðunum daginn eftir að ég hefði verið valinn í 22ja manna hópinn en datt út þar sem aðeins 20 voru valdir á endanum. Þetta samband er greinilega ekki í hæsta gæðaflokki," sagði Kári. Hann sagðist þó ætla að fara á leikinn í Parken sem áhorfandi og gantaðist með að hann ætlaði að fara í dönsku landsliðstreyjunni sinni. „Nei, auðvitað held ég með Íslandi. En ég vonast til að ég verði með liðinu í undankeppni HM 2010." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Kári Árnason segir í samtali við Jyllandsposten í dag að hann sé besti varnartengiliður Ísland og að hann eigi heima í landsliðinu. Kári var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar á dögunum og síðan þá hefur Ólafur valið tvo miðvallarleikmenn fram yfir Kára vegna brottfalls þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Kári segir í samtali við blaðið að val Ólafs hafi komið honum mjög á óvart. „Ég hef spilað vel að undanförnu og tel víst að ég eigi að vera í landsliðinu. En þetta er að sjálfsögðu undir þjálfaranum komið," sagði hann. Hann sagði enn fremur að hann þekki ekki Ólaf persónulega og hafi ekki rætt við hann síðan hann tók við starfi landsliðsþjálfara. Kári segist einnig ósáttur við vinnubrögð KSÍ. „KSÍ sendi símbréf til AGF þar sem stóð að ég hefði verið valinn í landsliðið. Síðan sá ég á heimasíðu KSÍ að ég hefði ekki verið valinn. Þetta er óskaplega áhugamannalegt af þeim." Öllum knattspyrnusamböndum ber að tilkynna félögum að leikmaður kunni að vera valinn í landsliðið komi hann til greina. Það þarf þó ekki að þýða að viðkomandi leikmaður verði á endanum valinn í viðkomandi leikmannahóp. Hann vandar KSÍ ekki kveðjuna. „Í fyrsta skiptið sem ég var valinn í landsliðið datt ég aftur úr hópnum sama daginn. Ég komst að því í blöðunum daginn eftir að ég hefði verið valinn í 22ja manna hópinn en datt út þar sem aðeins 20 voru valdir á endanum. Þetta samband er greinilega ekki í hæsta gæðaflokki," sagði Kári. Hann sagðist þó ætla að fara á leikinn í Parken sem áhorfandi og gantaðist með að hann ætlaði að fara í dönsku landsliðstreyjunni sinni. „Nei, auðvitað held ég með Íslandi. En ég vonast til að ég verði með liðinu í undankeppni HM 2010."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti