Pirraðir og þreyttir á verkföllum Guðjón Helgason skrifar 20. nóvember 2007 18:45 Athafnalíf í Frakklandi var lamað í dag vegna verkfalla tug þúsunda opinberra starfsmanna. Almenningssamgöngur hafa verið skertar til muna síðustu vikuna. Sjúkrahús veita lágmarks umönnun og skólar eru lokaðir. Íslendingur sem býr í París segir borgarbúa þreytta og pirraða á ástandinu. Ástæða þessara umfangsmiklu aðgerða og mótmæla í dag eru áform Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og fækka þeim um rúmlega 20 þúsund með því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Almenningssamgöngur hafa að mestu legið niðri í viku. Nú bætast heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, flugumferðastjórar og aðrir opinberir starfsmenn í hópinn - en þó aðeins í einn sólahring að öllu óbreyttu. Ari Allansson, kvikmyndagerðarmaður býr í París. Hann segir verkfall starfmanna almenningssamgöngufyrirtækja hafa haft tilfinnanleg áhrif. Það hafi tekið óratíma að komast milli staða með lestum og strætisvögnum sem þó hafi gengið síðustu daga. Sjálfur noti hann litla skellinöðru til að komast milli staða og því laus við þann vanda. Það sem valdi honum hins vegar vandræðum sé það að umferðin sé mun þyngri á vegum nú en áður þegar almenningssamgöngur séu ótruflaðar. Verkfall flugumferðastjóra hefur raskað flugumferð til og frá flugvöllunum tveimur í París og á flugvellinum í Marseilles. Ari segir vin sinn hafa verið á leið til Spánar og millilent í París í gær. Hann hafi ekki komist milli flugvalla vegna verkfallsins og misst af tengiflugi á hinum flugvellinum. Kannanir benda til þess að Sarkozy njóti stuðnings meirihluta Frakka en það gæti breyst. Ari segir flesta Parísarbúa og aðra Frakka miklu fremur pirraða og þreytta á ástandinu en að þeir taki afstöðu í deilunni. Það kunni þó að breytast dragist verkföll á langinn og ljóst verði að það þurfi að grípa til aðgerða. Erlent Fréttir Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Athafnalíf í Frakklandi var lamað í dag vegna verkfalla tug þúsunda opinberra starfsmanna. Almenningssamgöngur hafa verið skertar til muna síðustu vikuna. Sjúkrahús veita lágmarks umönnun og skólar eru lokaðir. Íslendingur sem býr í París segir borgarbúa þreytta og pirraða á ástandinu. Ástæða þessara umfangsmiklu aðgerða og mótmæla í dag eru áform Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og fækka þeim um rúmlega 20 þúsund með því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Almenningssamgöngur hafa að mestu legið niðri í viku. Nú bætast heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, flugumferðastjórar og aðrir opinberir starfsmenn í hópinn - en þó aðeins í einn sólahring að öllu óbreyttu. Ari Allansson, kvikmyndagerðarmaður býr í París. Hann segir verkfall starfmanna almenningssamgöngufyrirtækja hafa haft tilfinnanleg áhrif. Það hafi tekið óratíma að komast milli staða með lestum og strætisvögnum sem þó hafi gengið síðustu daga. Sjálfur noti hann litla skellinöðru til að komast milli staða og því laus við þann vanda. Það sem valdi honum hins vegar vandræðum sé það að umferðin sé mun þyngri á vegum nú en áður þegar almenningssamgöngur séu ótruflaðar. Verkfall flugumferðastjóra hefur raskað flugumferð til og frá flugvöllunum tveimur í París og á flugvellinum í Marseilles. Ari segir vin sinn hafa verið á leið til Spánar og millilent í París í gær. Hann hafi ekki komist milli flugvalla vegna verkfallsins og misst af tengiflugi á hinum flugvellinum. Kannanir benda til þess að Sarkozy njóti stuðnings meirihluta Frakka en það gæti breyst. Ari segir flesta Parísarbúa og aðra Frakka miklu fremur pirraða og þreytta á ástandinu en að þeir taki afstöðu í deilunni. Það kunni þó að breytast dragist verkföll á langinn og ljóst verði að það þurfi að grípa til aðgerða.
Erlent Fréttir Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira