Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Guðjón Helgason skrifar 23. nóvember 2007 18:45 Líbanska þinginu tókst ekki að velja forseta í dag. MYND/AP Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Bandamenn Sýrlendinga á þingi og þingmenn andsnúnir afskiptum ráðamanna í Damaskus af innanríkismálum Líbanons hafa tekist á um forsetaembættið síðustu misserin. Ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra, - sem nýtur stuðnings vesturveldanna - boðaði til atkvæðagreiðslunnar í dag en stjórnarandstöðuþingmenn - hliðhollir Sýrlendingum mættu ekki. Þar með voru ekki nógu margir á fundi þannig að hægt væri að kjósa forseta. Þingforseti frestaði kjörinu um eina viku. Kjörtímabil núverandi forseta, Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, rennur út á miðnætti í nótt og því vakna Líbanar í fyrramálið forsetalausir. Á meðan fara stjórnvöld með forsetavaldið. Það vill Lahoud alls ekki og hefur heitið því að skipa herforingjann Michel Suleiman í embættið tímabundið. Talið er nær útilokað að samkomulga takist um nýjan forseta. Þess fyrir utan þarf aukinn meirihluta atkvæða til að tryggja kjör í embættið og hvorug fylkingin hefur það mikinn stuðning. Óttast margir að upp úr sjóði . Talin er hætta á að sitt hvor ríkisstjórnin verði skipuð líkt og var þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990. Þær fylkingar berist síðan á banaspjótum. Stjórnmálaskýrendur segja mikla spennu í loftinu. Herlið sé mjög sýnilegt. Varðstöðvum hafi veri komið upp víða í Beirút, byssuleyfi ekki veitt um óákveðinn tíma og skólum lokað í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Bandamenn Sýrlendinga á þingi og þingmenn andsnúnir afskiptum ráðamanna í Damaskus af innanríkismálum Líbanons hafa tekist á um forsetaembættið síðustu misserin. Ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra, - sem nýtur stuðnings vesturveldanna - boðaði til atkvæðagreiðslunnar í dag en stjórnarandstöðuþingmenn - hliðhollir Sýrlendingum mættu ekki. Þar með voru ekki nógu margir á fundi þannig að hægt væri að kjósa forseta. Þingforseti frestaði kjörinu um eina viku. Kjörtímabil núverandi forseta, Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, rennur út á miðnætti í nótt og því vakna Líbanar í fyrramálið forsetalausir. Á meðan fara stjórnvöld með forsetavaldið. Það vill Lahoud alls ekki og hefur heitið því að skipa herforingjann Michel Suleiman í embættið tímabundið. Talið er nær útilokað að samkomulga takist um nýjan forseta. Þess fyrir utan þarf aukinn meirihluta atkvæða til að tryggja kjör í embættið og hvorug fylkingin hefur það mikinn stuðning. Óttast margir að upp úr sjóði . Talin er hætta á að sitt hvor ríkisstjórnin verði skipuð líkt og var þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990. Þær fylkingar berist síðan á banaspjótum. Stjórnmálaskýrendur segja mikla spennu í loftinu. Herlið sé mjög sýnilegt. Varðstöðvum hafi veri komið upp víða í Beirút, byssuleyfi ekki veitt um óákveðinn tíma og skólum lokað í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira