Allen tryggði Boston sigur með flautukörfu 25. nóvember 2007 11:50 Ray Allen skorar sigurkörfu Boston í nótt NordicPhotos/GettyImages Ray Allen var hetja Boston Celtics í nótt þegar hann tryggði liðinu ævintýralegan 96-95 sigur á Charlotte á útivelli með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Boston var tveimur stigum undir í leiknum þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum og það sem meira er átti Charlotte liðið innkast á eigin vallarhelmingi. Boston menn náðu að stela boltanum sem barst að lokum til Ray Allen með fyrrgreindum afleiðingum. Allen hafði klikkað á 11 af síðustu 14 skotum sínum, en smellti stóra skotinu niður þegar allt var undir. Paul Pierce og Kevin Garnett skoruðu 23 stig hvor fyrir Boston, sem hafði ekki skoraði í rúmar 3 mínútur í leiknum áður en Allen smellti þristinum í lokin. Jason Richardson var atkvæðamestur í liði Charlotte með 25 stig. Cleveland vann góðan sigur á Toronto þar sem LeBron James fór hamförum með 37 stigum, 12 fráköstum og 12 stoðsendingum, en Chris Bosh jafnaði persónulegt met með 41 stigi. New York stöðvaði 8 leikja taphrinu með sigri á lánlausu liði Chicago Bulls 85-78. Andres Nocioni skoraði 23 stig fyrir Chicago en Eddy Curry skoraði 21 stig fyrir New York gegn sínum gömlu félögum. Orlando rúllaði yfir Miami 120-99. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir Orlando en Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami. Þar með vann Stan Van Gundy þjálfari Orlando góðan sigur á fyrrum félögum sínum í Miami og hefur nú stýrt Orlando til 12 sigra í fyrstu 15 leikjunum í vetur. Golden State skellti Philadelphia á útivelli 100-98 í framlengdum leik. Monta Ellis skoraði 31 stig fyrir Golden State en Andre Iguodala skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir heimamenn. Atlanta lagði Minnesota á útivelli 94-87. Al Jefferson skoraði 23 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota en Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Memphis lagði Washington á heimavelli sínum 124-118. Antawn Jamison skoraði 41 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Juan Carlos Navarro skoraði 29 stig fyrir Memphis. Houston burstaði Denver á heimavelli sínum 109-81. Tracy McGrady skoraði 35 stig fyrir heimamenn en Allen Iverson var með 18 fyrir Denver. Milwaukee hefur unnið alla heimaleiki sína og liðið skellti Dallas í nótt 97-95. Josh Howard skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas en Michael Redd setti 27 stig fyrir heimamenn. Loks stöðvaði New Orleans þriggja leikja taphrinu með því að leggja LA Clippers á útivelli 98-89 með 22 stigum frá Peja Stojakovic. Cuttino Mobley skoraði 20 stig fyrir Clippers. NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Ray Allen var hetja Boston Celtics í nótt þegar hann tryggði liðinu ævintýralegan 96-95 sigur á Charlotte á útivelli með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Boston var tveimur stigum undir í leiknum þegar 4,7 sekúndur voru eftir af leiknum og það sem meira er átti Charlotte liðið innkast á eigin vallarhelmingi. Boston menn náðu að stela boltanum sem barst að lokum til Ray Allen með fyrrgreindum afleiðingum. Allen hafði klikkað á 11 af síðustu 14 skotum sínum, en smellti stóra skotinu niður þegar allt var undir. Paul Pierce og Kevin Garnett skoruðu 23 stig hvor fyrir Boston, sem hafði ekki skoraði í rúmar 3 mínútur í leiknum áður en Allen smellti þristinum í lokin. Jason Richardson var atkvæðamestur í liði Charlotte með 25 stig. Cleveland vann góðan sigur á Toronto þar sem LeBron James fór hamförum með 37 stigum, 12 fráköstum og 12 stoðsendingum, en Chris Bosh jafnaði persónulegt met með 41 stigi. New York stöðvaði 8 leikja taphrinu með sigri á lánlausu liði Chicago Bulls 85-78. Andres Nocioni skoraði 23 stig fyrir Chicago en Eddy Curry skoraði 21 stig fyrir New York gegn sínum gömlu félögum. Orlando rúllaði yfir Miami 120-99. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir Orlando en Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami. Þar með vann Stan Van Gundy þjálfari Orlando góðan sigur á fyrrum félögum sínum í Miami og hefur nú stýrt Orlando til 12 sigra í fyrstu 15 leikjunum í vetur. Golden State skellti Philadelphia á útivelli 100-98 í framlengdum leik. Monta Ellis skoraði 31 stig fyrir Golden State en Andre Iguodala skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir heimamenn. Atlanta lagði Minnesota á útivelli 94-87. Al Jefferson skoraði 23 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota en Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Memphis lagði Washington á heimavelli sínum 124-118. Antawn Jamison skoraði 41 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Juan Carlos Navarro skoraði 29 stig fyrir Memphis. Houston burstaði Denver á heimavelli sínum 109-81. Tracy McGrady skoraði 35 stig fyrir heimamenn en Allen Iverson var með 18 fyrir Denver. Milwaukee hefur unnið alla heimaleiki sína og liðið skellti Dallas í nótt 97-95. Josh Howard skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas en Michael Redd setti 27 stig fyrir heimamenn. Loks stöðvaði New Orleans þriggja leikja taphrinu með því að leggja LA Clippers á útivelli 98-89 með 22 stigum frá Peja Stojakovic. Cuttino Mobley skoraði 20 stig fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira