Stórfelldur skortur á þyrlum í heiminum Óli Tynes skrifar 27. nóvember 2007 14:54 Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar. MYND/VG Skortur á þyrlum til hjálparstarfa og friðargæslu er svo alvarlegur að hugsanlega verður hreinlega að hætta við einhver verkefni vegna hans. Þyrluframleiðendur hafa ekki undan og bæði NATO og Evrópusambandið leita með logandi ljósi að þyrlum til þess að leigja. Þyrlur eru óhemju dýrar bæði í innkaupum og rekstri. Ríkisstjórnir kaupa því ekki nema það allra minnsta sem þær komast af með. Þyrlufloti heimsins hefur í raun verið of lítill í mörg ár. Á undanförnum fáum árum hafa svo friðargæsluverkefni stóraukist. Það hafa bæst við víðfeðm lönd eins og Afganistan og Afríka. Það hefur dregið þyrluskortinn fram í dagsljósið og það er ljóst að þótt allir sem geti framleiði á fullu líða að minnsta kosti tvö ár áður en eftirspurn verður annað. Og það er eftirspurn við núverandi aðstæður. Ef fleiri verkefni verða til verður tíminn auðvitað ennþá lengri. Einn af ókostunum við þyrlur er að þær þurfa gríðarmikið viðhald. Eftir 500 flugtíma verður að taka þær í sundur til þess að yfirfara allt og setja svo saman aftur. Tom Ripley varnarmálasérfræðingur hjá Jane´s Defense Weekly segir að til þess að halda úti átta þyrlum í eitt ár þurfi í raun 24 til 32 vélar, eftir því hversu aðstæðurnar séu erfiðar. Það þurfi að skipta þyrlunum út á þriggja mánaða fresti, í viðhald. Og til að sinna viðhaldi og flugi þarf 150 til 200 manna liðssveit. Það er nánast slegist um hverja einustu stóru þyrlu sem er á markaðinu. Íslensk yfirvöld þykja hafa staðið sig nokkuð vel við að styrkja þyrluflota Landhelgisgæslunnar eftir að varnarliðið hvarf skyndilega af landi brott. Erlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Skortur á þyrlum til hjálparstarfa og friðargæslu er svo alvarlegur að hugsanlega verður hreinlega að hætta við einhver verkefni vegna hans. Þyrluframleiðendur hafa ekki undan og bæði NATO og Evrópusambandið leita með logandi ljósi að þyrlum til þess að leigja. Þyrlur eru óhemju dýrar bæði í innkaupum og rekstri. Ríkisstjórnir kaupa því ekki nema það allra minnsta sem þær komast af með. Þyrlufloti heimsins hefur í raun verið of lítill í mörg ár. Á undanförnum fáum árum hafa svo friðargæsluverkefni stóraukist. Það hafa bæst við víðfeðm lönd eins og Afganistan og Afríka. Það hefur dregið þyrluskortinn fram í dagsljósið og það er ljóst að þótt allir sem geti framleiði á fullu líða að minnsta kosti tvö ár áður en eftirspurn verður annað. Og það er eftirspurn við núverandi aðstæður. Ef fleiri verkefni verða til verður tíminn auðvitað ennþá lengri. Einn af ókostunum við þyrlur er að þær þurfa gríðarmikið viðhald. Eftir 500 flugtíma verður að taka þær í sundur til þess að yfirfara allt og setja svo saman aftur. Tom Ripley varnarmálasérfræðingur hjá Jane´s Defense Weekly segir að til þess að halda úti átta þyrlum í eitt ár þurfi í raun 24 til 32 vélar, eftir því hversu aðstæðurnar séu erfiðar. Það þurfi að skipta þyrlunum út á þriggja mánaða fresti, í viðhald. Og til að sinna viðhaldi og flugi þarf 150 til 200 manna liðssveit. Það er nánast slegist um hverja einustu stóru þyrlu sem er á markaðinu. Íslensk yfirvöld þykja hafa staðið sig nokkuð vel við að styrkja þyrluflota Landhelgisgæslunnar eftir að varnarliðið hvarf skyndilega af landi brott.
Erlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira