Leikfélagið á tímamótum 29. nóvember 2007 10:55 Ég skaust norður í heimabæinn minn í gærkvöld; Akureyri - fallegasta bæjarfélag landsins. Erindið var að stjórna aðalfundi Leikfélags Akureyrar; umtalaðasta leikhúss landsmanna nú um stundir. Ég hef átt því láni að fagna að sitja í forsæti stjórnar leikfélagsins í á fimmta ár. Og ekki hefur lánið verið síðra að fylgjast með hverri hreyfingu Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra nyrðra, sem við í stjórninni réðum til starfans fyrir fjórum árum. Það er skemmst frá því að segja að umskiptin í leikhúslífi Akureyringa hafa verið ævintýri líkust á hálfum áratug. Við tókum við erfiðu búi, nærri þrjátíu milljóna króna skuld, en rekstrinum hefur nú verið snúið í nærfellt sextíu milljóna króna afgang. Langtímaskuldirnar eru nú núll. Aðalatriði þessa alls er áhugi alls almennings á leikhúsinu, ekki síst unga fólksins sem flykkist nú í Samkomuhúsið undir brekkubrúninni sem aldrei fyrr. Kortasalan slær Íslandsmet, óháð höfðatölu; 1700 áskriftarkort - tíundi partur bæjarbúa. Það er brilljant. Ástæða velgengninnar er gott verkefnaval, listrænn metnaður og stefnufesta sem gefur engan afslátt, hvort heldur er í uppsetningum eða framkvæmdastjórn. Leikfélag Akureyrar hefur aldrei verið betur rekið - aldrei vinsælla; áhorfendur á einu leikári hafa, þegar mest hefur verið, slegið upp undir þrjátíu þúsund í bænum og fimmtíu þúsund, þegar sýningum félagsins syðra er bætt við. Magnús Geir hefur sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra eftir fjögur ár nyrðra. Hann er sá leikhússtjóri félagsins sem setur hefur samfellt lengst á stóli í Samkomuhúsinu. Það væri gargandi galið ef hann hreppti ekki hnossið í Kringlumýrinni. Þá er að auglýsa eftir nýjum manni, sem fengi í arf iðandi leikhús sem nýtur velvildar 95 prósenta landsmanna samkvæmt nýju mati Capacent, því hæsta skori sem þar hefur mælst, takk fyrir. Ég bíð spenntur eftir framhaldinu. Hreppi Magnús Borgarleikhússstólinn, er það svo, að aldrei hefur verið betra að taka við búinu nyrðra. Hreppi hann stólinn ekki, heldur hann vitaskuld áfram í besta leikhúsi landsins. Stefnan er klár í leikhúsinu okkar; áhorfandinn er í fyrsta sæti, hans er að meta fagmennskuna og því ræður hann mestu. Hann hefur þegar kveðið upp úrskurð sinn um hvers konar leikhússtjóra hann vill hafa undir brekkubrúninni í botni Eyjafjarðar. Við breytum ekki stefnunni, þótt stjórinn verði kannski nýr. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Ég skaust norður í heimabæinn minn í gærkvöld; Akureyri - fallegasta bæjarfélag landsins. Erindið var að stjórna aðalfundi Leikfélags Akureyrar; umtalaðasta leikhúss landsmanna nú um stundir. Ég hef átt því láni að fagna að sitja í forsæti stjórnar leikfélagsins í á fimmta ár. Og ekki hefur lánið verið síðra að fylgjast með hverri hreyfingu Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra nyrðra, sem við í stjórninni réðum til starfans fyrir fjórum árum. Það er skemmst frá því að segja að umskiptin í leikhúslífi Akureyringa hafa verið ævintýri líkust á hálfum áratug. Við tókum við erfiðu búi, nærri þrjátíu milljóna króna skuld, en rekstrinum hefur nú verið snúið í nærfellt sextíu milljóna króna afgang. Langtímaskuldirnar eru nú núll. Aðalatriði þessa alls er áhugi alls almennings á leikhúsinu, ekki síst unga fólksins sem flykkist nú í Samkomuhúsið undir brekkubrúninni sem aldrei fyrr. Kortasalan slær Íslandsmet, óháð höfðatölu; 1700 áskriftarkort - tíundi partur bæjarbúa. Það er brilljant. Ástæða velgengninnar er gott verkefnaval, listrænn metnaður og stefnufesta sem gefur engan afslátt, hvort heldur er í uppsetningum eða framkvæmdastjórn. Leikfélag Akureyrar hefur aldrei verið betur rekið - aldrei vinsælla; áhorfendur á einu leikári hafa, þegar mest hefur verið, slegið upp undir þrjátíu þúsund í bænum og fimmtíu þúsund, þegar sýningum félagsins syðra er bætt við. Magnús Geir hefur sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra eftir fjögur ár nyrðra. Hann er sá leikhússtjóri félagsins sem setur hefur samfellt lengst á stóli í Samkomuhúsinu. Það væri gargandi galið ef hann hreppti ekki hnossið í Kringlumýrinni. Þá er að auglýsa eftir nýjum manni, sem fengi í arf iðandi leikhús sem nýtur velvildar 95 prósenta landsmanna samkvæmt nýju mati Capacent, því hæsta skori sem þar hefur mælst, takk fyrir. Ég bíð spenntur eftir framhaldinu. Hreppi Magnús Borgarleikhússstólinn, er það svo, að aldrei hefur verið betra að taka við búinu nyrðra. Hreppi hann stólinn ekki, heldur hann vitaskuld áfram í besta leikhúsi landsins. Stefnan er klár í leikhúsinu okkar; áhorfandinn er í fyrsta sæti, hans er að meta fagmennskuna og því ræður hann mestu. Hann hefur þegar kveðið upp úrskurð sinn um hvers konar leikhússtjóra hann vill hafa undir brekkubrúninni í botni Eyjafjarðar. Við breytum ekki stefnunni, þótt stjórinn verði kannski nýr. -SER.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun