Eiður Smári vill spila á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2007 09:50 Eiður Smári stekkur yfir Kader Keita, leikmann Lyon. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun. Eiður ræddi við blaðamenn eftir æfingu Barcelona-liðsins í gær. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að tapa grannaslagnum á morgun en slíkir leikir séu ávallt sérstakir. Espanyol er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona í deildinni sem gerir það að verkum að leikurinn er enn meira spennandi. „Það virðist sem svo að það sé meira að veði en einungis þrjú stig en enn mikilvægara er að með sigri náum við að setja meiri þrýsting á liðin í efstu sætunum. Við yrðum líka mjög stoltir af því að vinna þennan leik, að sjálfsögðu." Eiður var í byrjunarliði Börsunga gegn Lyon og segir að leikurinn hafi verið góður af hálfu sinna manna þrátt fyrir jafntefli. „Við unnum vel saman sem liðsheild. Við verðum að halda áfram á þeirri braut en skora fleiri mörk og fá á okkur færri. Ef okkur tekst að bæta okkur enn frekar getum við unnið alla okkar leiki." Eiður hefur fengið að spila meira en búist var við fyrir nokkrum vikum. „Meiðsli leikmanna höfðu það í för með sér að ég fékk að spila meira en ég hef lagt virkilega hart að mér síðustu mánuðina og það hefur hjálpað mér mikið. Mitt markmið er að hjálpa liðinu eins mikið og ég mögulega get." Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Börsunga gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni og segir að hann hafi lagt of mikla áherslu á að sanna sig í þeim leik. „Ég gerði of mikið af mistökukm í þeim leik. En ég stóð mig betur í Lyon. Ég spilaði meira fyrir liðið allt." Espanyol hefur byrjað mjög vel á leiktíðinni og segir Eiður að þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið til liðsins viti hann að það búi mikið í því. „Þetta er lið sem spilar mjög góðan fótbolta og eru afar sterkir, sérstaklega Tamudo. En ég held að við þurfum að einbeita okkur að eigin liði. Ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu getum við unnið alla okkar andstæðinga." Spænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun. Eiður ræddi við blaðamenn eftir æfingu Barcelona-liðsins í gær. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að tapa grannaslagnum á morgun en slíkir leikir séu ávallt sérstakir. Espanyol er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona í deildinni sem gerir það að verkum að leikurinn er enn meira spennandi. „Það virðist sem svo að það sé meira að veði en einungis þrjú stig en enn mikilvægara er að með sigri náum við að setja meiri þrýsting á liðin í efstu sætunum. Við yrðum líka mjög stoltir af því að vinna þennan leik, að sjálfsögðu." Eiður var í byrjunarliði Börsunga gegn Lyon og segir að leikurinn hafi verið góður af hálfu sinna manna þrátt fyrir jafntefli. „Við unnum vel saman sem liðsheild. Við verðum að halda áfram á þeirri braut en skora fleiri mörk og fá á okkur færri. Ef okkur tekst að bæta okkur enn frekar getum við unnið alla okkar leiki." Eiður hefur fengið að spila meira en búist var við fyrir nokkrum vikum. „Meiðsli leikmanna höfðu það í för með sér að ég fékk að spila meira en ég hef lagt virkilega hart að mér síðustu mánuðina og það hefur hjálpað mér mikið. Mitt markmið er að hjálpa liðinu eins mikið og ég mögulega get." Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Börsunga gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni og segir að hann hafi lagt of mikla áherslu á að sanna sig í þeim leik. „Ég gerði of mikið af mistökukm í þeim leik. En ég stóð mig betur í Lyon. Ég spilaði meira fyrir liðið allt." Espanyol hefur byrjað mjög vel á leiktíðinni og segir Eiður að þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið til liðsins viti hann að það búi mikið í því. „Þetta er lið sem spilar mjög góðan fótbolta og eru afar sterkir, sérstaklega Tamudo. En ég held að við þurfum að einbeita okkur að eigin liði. Ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu getum við unnið alla okkar andstæðinga."
Spænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira