Líkfundarmaður var ólöglegur í landinu í þrjá mánuði Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. nóvember 2007 14:32 Tomas Malakauskas gæti átt von á allt að hálfs árs fangelsi fyrir að koma hingað til lands þrátt fyrir að vera í endurkomubanni vegna líkfundarmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Auk þess að vera ákærður fyrir brot á útlendingalögum er Tomas ákærður fyrir vörslu á 26 grömmum af amfetamíni. Í líkfundarmálinu var Tomas dæmdur, ásamt tveimur öðrum, fyrir að fela lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004. Tilkynnt ákvörðun Útlendingastofnunar á Litla Hrauni Þegar Tomas var látinn laus úr fangelsi á haustmánuðum í fyrra ákvað Útlendingastofnun að hann skyldi fara úr landi og mætti ekki koma aftur næstu tíu árin. Lögregluþjónar birtu honum ákvörðunina á Litla-Hrauni. Hann neitaði að rita undir birtingu hennar vegna þess að skjalið var ekki á hans móðurmáli. Hann hafi því ekki skilið það sem á því stóð. Hann bar jafnframt fyrir dómi að sér hafi verið neitað um túlkaþjónustu og að hafa lögfræðing viðstaddan þegar ákvörðun Útlendingastofnunar var kynnt. Lögregluþjónarnir, sem kynntu Tomas ákvörðun Útlendingastofnunar, báru vitni við aðalmeðferð málsins í dag. Þeir sögðu að hann hefði skilið í hverju ákvörðun Útlendingastofnunar fólst en verið ósáttur við að fá ekki að koma aftur til Íslands. Hann hefði lýst því yfir við fangaverði og starfsmenn Fangelsismálastofnunar að hann færi hvorki með góðu né illu. Lögreglumennirnir sögðu að Tomas hefði talað ensku og íslensku í bland og sagt að hann skildi bæði tungumálin. Þeir sögðu að honum hafi verið boðinn túlkur en afþakkað það. Þessu neitar Tómas. Breytti nafni sínu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Tomas kom hingað til lands á nafni eiginkonu sinnar fyrir þremur mánuðum. Hann segist hafa breytt eftirnafni sínu vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við líkfundarmálið. Þá hafi hann viljað skipta um nafn þegar ljóst varð að hann ætti von á syni. Tomas neitaði að hafa breytt nafni sínu til að hafa átt auðveldara með að komast til Íslands í óleyfi. Hann sagðist jafnframt hafa komið hingað til lands á vegabréfi sem var gefið út af yfirvöldum í Litháen en hann hafi ekki verið beðinn um að framvísa því í Keflavík. Gæti fengið sex mánaða fangelsi Við broti Tomasar gegn útlendingalögunum liggur allt að sex mánaða fangelsi. Einnig liggur fangelsisdómur við fíkniefnabrotinu. Saksóknari segir augljóst að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og einbeittan brotavilja. Hann fer því fram á óskilorðsbundinn dóm. Þá krefst saksóknari þess jafnframt að Tomas klári að afplána eldri dóm en hann átti eftir að afplána 14 mánaða fangelsi vegna líkfundarmálsins þegar hann var handtekinn núna í nóvember. Lögmaður Tomasar krefst hins vegar sýknu. Þá kröfu byggir hann á því að ekki hafi verið færðar sönnur á að ákærði hafi vitað af því að hann hafi verið í endurkomubanni. Honum hafi ekki verið birtur úrskurður Útlendingastofnunar á móðurmáli eða enskri þýðingu. Því hafi vafi leikið á því hvort hann hafi skilið úrskurðinn. Til vara krefst lögmaður Tomasar þess að hann verði dæmdur til lægstu mögulegu refsingar sem er fésekt. Þá krefst hann lægstu mögulegu refsingar vegna fíkniefnabrotsins. Ekki liggi fyrir nein greining á efninu og því ekki færðar sönnur á að styrkleiki þess hafi verið mikill. Líkfundarmálið Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Tomas Malakauskas gæti átt von á allt að hálfs árs fangelsi fyrir að koma hingað til lands þrátt fyrir að vera í endurkomubanni vegna líkfundarmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Auk þess að vera ákærður fyrir brot á útlendingalögum er Tomas ákærður fyrir vörslu á 26 grömmum af amfetamíni. Í líkfundarmálinu var Tomas dæmdur, ásamt tveimur öðrum, fyrir að fela lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004. Tilkynnt ákvörðun Útlendingastofnunar á Litla Hrauni Þegar Tomas var látinn laus úr fangelsi á haustmánuðum í fyrra ákvað Útlendingastofnun að hann skyldi fara úr landi og mætti ekki koma aftur næstu tíu árin. Lögregluþjónar birtu honum ákvörðunina á Litla-Hrauni. Hann neitaði að rita undir birtingu hennar vegna þess að skjalið var ekki á hans móðurmáli. Hann hafi því ekki skilið það sem á því stóð. Hann bar jafnframt fyrir dómi að sér hafi verið neitað um túlkaþjónustu og að hafa lögfræðing viðstaddan þegar ákvörðun Útlendingastofnunar var kynnt. Lögregluþjónarnir, sem kynntu Tomas ákvörðun Útlendingastofnunar, báru vitni við aðalmeðferð málsins í dag. Þeir sögðu að hann hefði skilið í hverju ákvörðun Útlendingastofnunar fólst en verið ósáttur við að fá ekki að koma aftur til Íslands. Hann hefði lýst því yfir við fangaverði og starfsmenn Fangelsismálastofnunar að hann færi hvorki með góðu né illu. Lögreglumennirnir sögðu að Tomas hefði talað ensku og íslensku í bland og sagt að hann skildi bæði tungumálin. Þeir sögðu að honum hafi verið boðinn túlkur en afþakkað það. Þessu neitar Tómas. Breytti nafni sínu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Tomas kom hingað til lands á nafni eiginkonu sinnar fyrir þremur mánuðum. Hann segist hafa breytt eftirnafni sínu vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við líkfundarmálið. Þá hafi hann viljað skipta um nafn þegar ljóst varð að hann ætti von á syni. Tomas neitaði að hafa breytt nafni sínu til að hafa átt auðveldara með að komast til Íslands í óleyfi. Hann sagðist jafnframt hafa komið hingað til lands á vegabréfi sem var gefið út af yfirvöldum í Litháen en hann hafi ekki verið beðinn um að framvísa því í Keflavík. Gæti fengið sex mánaða fangelsi Við broti Tomasar gegn útlendingalögunum liggur allt að sex mánaða fangelsi. Einnig liggur fangelsisdómur við fíkniefnabrotinu. Saksóknari segir augljóst að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og einbeittan brotavilja. Hann fer því fram á óskilorðsbundinn dóm. Þá krefst saksóknari þess jafnframt að Tomas klári að afplána eldri dóm en hann átti eftir að afplána 14 mánaða fangelsi vegna líkfundarmálsins þegar hann var handtekinn núna í nóvember. Lögmaður Tomasar krefst hins vegar sýknu. Þá kröfu byggir hann á því að ekki hafi verið færðar sönnur á að ákærði hafi vitað af því að hann hafi verið í endurkomubanni. Honum hafi ekki verið birtur úrskurður Útlendingastofnunar á móðurmáli eða enskri þýðingu. Því hafi vafi leikið á því hvort hann hafi skilið úrskurðinn. Til vara krefst lögmaður Tomasar þess að hann verði dæmdur til lægstu mögulegu refsingar sem er fésekt. Þá krefst hann lægstu mögulegu refsingar vegna fíkniefnabrotsins. Ekki liggi fyrir nein greining á efninu og því ekki færðar sönnur á að styrkleiki þess hafi verið mikill.
Líkfundarmálið Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira