Eiður Smári Guðjohnsen og Bojan Krkic halda sætum sínum í byrjunarliði Barcelona sem mætir Espanyol í kvöld. Ronaldinho er hins vegar enn á bekknum.
Eiður Smári er á miðjunni ásamt þeim Yaya Toure og Xavi. Í framlínunni eru Iniesta, Messi og Bojan.
Valdes er í markinu og þeir Marquez, Milito, Puyol og Abidal í vörninni.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 21.00.