Eiður Smári Guðjohnsen gat ekki æft með Barcelona í gær þar sem hann fékk magakveisu. Hann var þó mættur á æfingu á nýjan leik í dag.
Aðeins vantaði þrjá leikmenn á æfinguna í dag. Það eru þeir Oleguer og Thierry Henry sem eru frá vegna meiðsla og Yaya Toure sem var með hita í dag.
Giovani, Deco og Edmilson eru ekki orðnir leikfærir vegna meiðsla sinna en þeir æfðu í dag engu að síður.