Alvaran að byrja hjá Boston 17. desember 2007 13:25 Þríeykið stóra hjá Boston (Garnett, Pierce og Allen) hefur staðið vel undir væntingum í vetur NordicPhotos/GettyImages Gamla stórveldið Boston Celtics hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona í NBA deildarkeppninni í haust og hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum. Þessi byrjun liðsins er sannarlega frábær og sú næst besta í sögu félagsins á þessum tímapunkti, en til eru menn sem segja þessa byrjun ekki gefa rétta mynd af styrk liðsins vegna þess að liðið hefur átt nokkuð þægilega leiki fyrsta einn og hálfa mánuðinn af leiktíðinni. Boston hefur þannig aðeins spilað fjóra af þessum leikjum sínum við lið úr Vesturdeildinni, sem er mun sterkari en Austurdeildin. Boston hefur reyndar unnið alla fjóra leiki sína gegn andstæðingum úr vestrinu til þessa, en Vesturdeildin hefur að geyma 9 lið sem eru með 50% vinningshlutfall gegn aðeins 5. Nú fer brátt í hönd erfiður kafli í töflunni hjá Boston þar sem m.a. er á dagskránni fyrsta keppnisferðin á vesturströndina. Þar fæst væntanlega úr því skorið hvort Boston ætlar að blanda sér af alvöru í hóp þeirra liða sem hafa verið sterkust í deildinni síðustu ár. Liðið vann sannfærandi sigur á Toronto í nótt þrátt fyrir að vera án skotbakvarðarins Ray Allen og á miðvikudagskvöldið tekur liðið á móti fyrnasterku liði Detroit. Næstu leikir Boston eru svo heimaleikir gegn Chicago og Orlando, en á annan í jólum heldur liðið á ferðalag um Vesturdeildina þar sem liðið mætir Sacramento, Seattle, Utah og LA Lakers í fjórum útileikjum á fimm dögum. Eftir þá törn má ætla að hægt verði að sjá hvort Boston er raunverulega lið sem getur gert tilkall til þess að teljast eitt af liðunum sem eru sigurstranglegust í deildinni næsta vor, en því er ekki að neita að byrjun liðsins hefur verið einstaklega góð. Kevin Garnett og Paul PierceNordicPhotos/GettyImages Lykilmenn Boston í vetur: Paul Pierce/framherji: 20,9 stig, 5,4 fráköst, 5 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 35% nýting í þristum. Ray Allen/bakvörður: 19,2 stig, 4,3 fráköst, 91% vítanýting, 35% nýting í þristum. Kevin Garnett/framherji: 18,8 stig, 10,4 fráköst, 3,7 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 1,55 varin skot, 55% skotnýting. Rajon Rondo/bakvörður: 9 stig, 5,2 stoðsendingar, 3,9 fráköst, 1,68 stolnir, 53% skotnýting. Kendrick Perkins/miðherji: 7 stig, 4,9 fráköst, 1,38 varin, 63,2% skotnýting. Eddie House/bakvörður: 8,5 stig, 44,9% nýting í þristum. James Posey/framherji: 7,7 stig, 4,3 fráköst, 45,6% nýting í þristum. NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Gamla stórveldið Boston Celtics hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona í NBA deildarkeppninni í haust og hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum. Þessi byrjun liðsins er sannarlega frábær og sú næst besta í sögu félagsins á þessum tímapunkti, en til eru menn sem segja þessa byrjun ekki gefa rétta mynd af styrk liðsins vegna þess að liðið hefur átt nokkuð þægilega leiki fyrsta einn og hálfa mánuðinn af leiktíðinni. Boston hefur þannig aðeins spilað fjóra af þessum leikjum sínum við lið úr Vesturdeildinni, sem er mun sterkari en Austurdeildin. Boston hefur reyndar unnið alla fjóra leiki sína gegn andstæðingum úr vestrinu til þessa, en Vesturdeildin hefur að geyma 9 lið sem eru með 50% vinningshlutfall gegn aðeins 5. Nú fer brátt í hönd erfiður kafli í töflunni hjá Boston þar sem m.a. er á dagskránni fyrsta keppnisferðin á vesturströndina. Þar fæst væntanlega úr því skorið hvort Boston ætlar að blanda sér af alvöru í hóp þeirra liða sem hafa verið sterkust í deildinni síðustu ár. Liðið vann sannfærandi sigur á Toronto í nótt þrátt fyrir að vera án skotbakvarðarins Ray Allen og á miðvikudagskvöldið tekur liðið á móti fyrnasterku liði Detroit. Næstu leikir Boston eru svo heimaleikir gegn Chicago og Orlando, en á annan í jólum heldur liðið á ferðalag um Vesturdeildina þar sem liðið mætir Sacramento, Seattle, Utah og LA Lakers í fjórum útileikjum á fimm dögum. Eftir þá törn má ætla að hægt verði að sjá hvort Boston er raunverulega lið sem getur gert tilkall til þess að teljast eitt af liðunum sem eru sigurstranglegust í deildinni næsta vor, en því er ekki að neita að byrjun liðsins hefur verið einstaklega góð. Kevin Garnett og Paul PierceNordicPhotos/GettyImages Lykilmenn Boston í vetur: Paul Pierce/framherji: 20,9 stig, 5,4 fráköst, 5 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 35% nýting í þristum. Ray Allen/bakvörður: 19,2 stig, 4,3 fráköst, 91% vítanýting, 35% nýting í þristum. Kevin Garnett/framherji: 18,8 stig, 10,4 fráköst, 3,7 stoðsendingar, 1,64 stolnir, 1,55 varin skot, 55% skotnýting. Rajon Rondo/bakvörður: 9 stig, 5,2 stoðsendingar, 3,9 fráköst, 1,68 stolnir, 53% skotnýting. Kendrick Perkins/miðherji: 7 stig, 4,9 fráköst, 1,38 varin, 63,2% skotnýting. Eddie House/bakvörður: 8,5 stig, 44,9% nýting í þristum. James Posey/framherji: 7,7 stig, 4,3 fráköst, 45,6% nýting í þristum.
NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira