Keyrði fullur á afmælisdaginn

Harðjaxlinn Charles Oakley sem á árum áður lék með New York Knicks í NBA deildinni hélt full glannalega upp á 44 ára afmælið sitt á dögunum. Hann var handtekinn ölvaður á bíl sínum norðan við Atlanta og þurfti að dúsa þrjá tíma í fangaklefa. Hann sýndi lögreglu þó engan mótþróa og hegðaði sér vel ef marka má frétt New York Daily News.