James hafði betur gegn Bryant 21. desember 2007 09:46 LeBron James og Kobe Bryant háðu skemmtilegt einvígi í nótt NordicPhotos/GettyImages Þrír æsispennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Einvígi LeBron James og Kobe Bryant var í sviðsljósinu þegar Cleveland tók á móti LA Lakers. LeBron James heimtaði að fá að dekka Kobe Bryant á lokasprettinum í leiknum og gerði það með ágætum árangir. Þeir tveir háðu skemmtilegt einvígi og það var James sem hafði betur þegar Cleveland vann 94-90 sigur í leiknum. Þriggja stiga skot frá Bryant sem hefði geta gert út um leikinn undir lokin geigaði og kvartaði Bryant undan nárameiðslum sínum og sagðist ekki geta beitt sér að fullu vegna þeirra. "Ég spurði ekki einu sinni að því hvort ég mætti dekka Kobe, ég sagði Sasha (Pavlovic) bara að fara eitthvað annað," sagði James um ákvörðun sína að dekka Bryant. "Ef þú vilt vinna, verður þú að geta dekkað besta manninn í hinu liðinu." Bryant sagði að þristur hans í lokin hefði virkað góður. "James var með hendurnar niðri þegar ég tók skotið - en hann á að vita betur. Ég hélt að þetta færi niður," sagði Bryant. James var sammála. "Ég sneri mér við og hélt að ég myndi sjá boltan fara ofan í," sagði hann. "Kobe er klárlega einn kraftmesti leikmaðurinn í deildinni, það er enginn eins og hann," sagði James. LeBron James skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland og Daniel Gibsons skoraði 15, en Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig, Lamar Odom skoraði 19 og hirti 11 fráköst, Derek Fisher skoraði 18 stig og Andrew Bynum var með 17 stig og 11 fráköst. Dwyane Wade ver skot Jason Collins í nóttNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New Jersey skellti Miami á heimavelli í framlengdum leik þar sem heimamenn komu til baka og tryggðu sér sigur eftir að hafa verið sjö stigum undir undir lok venjulegs leiktíma. New Jersey hefur spilað ágætlega í jöfnum leikjum í vetur og í nótt tryggði liðið sér sigur í einum slíkum á kostnað Miami, sem er í miklum vandræðum á leiktíðinni. Vince Carter skoraði 31 stig og Richard Jefferson var með 29 stig þegar New Jersey vann áttunda sigur sinn í ellefu leikjum þar sem úrslit ráðast með fimm stigum eða minna. "Okkur tókst að krafsa okkur út sigur að þessu sinni. Þetta var öflug frammistaða í jöfnum leik," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey. Dwyane Wade skoraði 41 stig fyrir Miami og átti sinn besta leik í sókninni til þessa á leiktíðinni, en allt kom fyrir ekki. Udonis Haslem skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst, en hann tryggði Miami framlengingu með ævintýralegu skoti í lok venjulegs leiktíma. Shaquille O´Neal olli enn á ný vonbrigðum og skoraði 12 stig og hirti 7 fráköst áður en hann fór af velli með sína sjöttu villu - í fjórða leiknum í röð. "Hann vildi að minnsta kosti vinna þennan leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami. Jason Kidd skoraði aðeins 5 stig í leiknum en hirti 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hann skoraði 14,000. stigið sitt á ferlinum í nótt og er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NBA með það mörg stig ásamt 8,500 stoðsendingum og 6,500 fráköstum ásamt þeim Magic Johnson og Oscar Robertson. Allen Iverson var í stuði í nóttNordicPhotos/GettyImages Rafmögnuð spenna í Denver Loks vann Denver góðan heimasigur á Houston á heimavelli sínum 112-111 í æsispennandi og tvíframlengdum leik. Það var Anthony Carter sem var hetja kvöldsins þegar hann tryggði Denver sigurinn með lúmsku skoti þegar 0,8 sekúndur voru eftir af annari framlengingu. Carmelo Anthony átti skínandi leik með Denver og skoraði 37 stig og hirti 16 fráköst og Allen Iverson var með 36 stig og 9 stoðsendingar. Denver hafði tapað tveimur leikjum í röð. Þess má geta að Anthony var aðeins með 8 stig og hitti úr 2 af 17 skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Kenyon Martin fór af velli meiddur á fæti og er spurningamerki fyrir næsta leik. Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 19 fráköst fyrir Houston sem var án Tracy McGrady sem er meiddur á hné. Luther Head skoraði 22 stig og Rafer Alston skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Houston. Bonzi Wells skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst, en lét Carter fara illa með sig þegar hann skoraði sigurkörfuna. Steve Francis var með flensu og lék ekki með Houston. NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Þrír æsispennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Einvígi LeBron James og Kobe Bryant var í sviðsljósinu þegar Cleveland tók á móti LA Lakers. LeBron James heimtaði að fá að dekka Kobe Bryant á lokasprettinum í leiknum og gerði það með ágætum árangir. Þeir tveir háðu skemmtilegt einvígi og það var James sem hafði betur þegar Cleveland vann 94-90 sigur í leiknum. Þriggja stiga skot frá Bryant sem hefði geta gert út um leikinn undir lokin geigaði og kvartaði Bryant undan nárameiðslum sínum og sagðist ekki geta beitt sér að fullu vegna þeirra. "Ég spurði ekki einu sinni að því hvort ég mætti dekka Kobe, ég sagði Sasha (Pavlovic) bara að fara eitthvað annað," sagði James um ákvörðun sína að dekka Bryant. "Ef þú vilt vinna, verður þú að geta dekkað besta manninn í hinu liðinu." Bryant sagði að þristur hans í lokin hefði virkað góður. "James var með hendurnar niðri þegar ég tók skotið - en hann á að vita betur. Ég hélt að þetta færi niður," sagði Bryant. James var sammála. "Ég sneri mér við og hélt að ég myndi sjá boltan fara ofan í," sagði hann. "Kobe er klárlega einn kraftmesti leikmaðurinn í deildinni, það er enginn eins og hann," sagði James. LeBron James skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland og Daniel Gibsons skoraði 15, en Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig, Lamar Odom skoraði 19 og hirti 11 fráköst, Derek Fisher skoraði 18 stig og Andrew Bynum var með 17 stig og 11 fráköst. Dwyane Wade ver skot Jason Collins í nóttNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New Jersey skellti Miami á heimavelli í framlengdum leik þar sem heimamenn komu til baka og tryggðu sér sigur eftir að hafa verið sjö stigum undir undir lok venjulegs leiktíma. New Jersey hefur spilað ágætlega í jöfnum leikjum í vetur og í nótt tryggði liðið sér sigur í einum slíkum á kostnað Miami, sem er í miklum vandræðum á leiktíðinni. Vince Carter skoraði 31 stig og Richard Jefferson var með 29 stig þegar New Jersey vann áttunda sigur sinn í ellefu leikjum þar sem úrslit ráðast með fimm stigum eða minna. "Okkur tókst að krafsa okkur út sigur að þessu sinni. Þetta var öflug frammistaða í jöfnum leik," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey. Dwyane Wade skoraði 41 stig fyrir Miami og átti sinn besta leik í sókninni til þessa á leiktíðinni, en allt kom fyrir ekki. Udonis Haslem skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst, en hann tryggði Miami framlengingu með ævintýralegu skoti í lok venjulegs leiktíma. Shaquille O´Neal olli enn á ný vonbrigðum og skoraði 12 stig og hirti 7 fráköst áður en hann fór af velli með sína sjöttu villu - í fjórða leiknum í röð. "Hann vildi að minnsta kosti vinna þennan leik," sagði Pat Riley, þjálfari Miami. Jason Kidd skoraði aðeins 5 stig í leiknum en hirti 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hann skoraði 14,000. stigið sitt á ferlinum í nótt og er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu NBA með það mörg stig ásamt 8,500 stoðsendingum og 6,500 fráköstum ásamt þeim Magic Johnson og Oscar Robertson. Allen Iverson var í stuði í nóttNordicPhotos/GettyImages Rafmögnuð spenna í Denver Loks vann Denver góðan heimasigur á Houston á heimavelli sínum 112-111 í æsispennandi og tvíframlengdum leik. Það var Anthony Carter sem var hetja kvöldsins þegar hann tryggði Denver sigurinn með lúmsku skoti þegar 0,8 sekúndur voru eftir af annari framlengingu. Carmelo Anthony átti skínandi leik með Denver og skoraði 37 stig og hirti 16 fráköst og Allen Iverson var með 36 stig og 9 stoðsendingar. Denver hafði tapað tveimur leikjum í röð. Þess má geta að Anthony var aðeins með 8 stig og hitti úr 2 af 17 skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Kenyon Martin fór af velli meiddur á fæti og er spurningamerki fyrir næsta leik. Yao Ming skoraði 26 stig og hirti 19 fráköst fyrir Houston sem var án Tracy McGrady sem er meiddur á hné. Luther Head skoraði 22 stig og Rafer Alston skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Houston. Bonzi Wells skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst, en lét Carter fara illa með sig þegar hann skoraði sigurkörfuna. Steve Francis var með flensu og lék ekki með Houston.
NBA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira