Sex lykilatriði El clásico Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2007 23:06 Eiður Smári skoraði sitt fyrsta deildarmark á leiktíðinni um síðustu helgi. Nordic Photos / AFP Guillem Balague, sérfræðingur Sky Sports, segir að frammistaða Eiðs Smára Guðjohnsen að undanförnu sé eitt af sex lykilatriðum sem hafa þarf í huga fyrir stærsta leik ársins í spænska boltanum. Barcelona og Real Madrid mætast í „El clásico" á sunnudaginn kemur en eftirvæntingin fyrir þessum leik er gríðarlega mikil á Spáni og þótt víðar væri leitað. Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði hefur staðið sig vel í síðustu leikjum Börsunga og er almennt talið að hann muni halda sæti sínu í byrjunarliðinu á sunnudaginn kemur. Balague útlistar hér sex lykilatriði um leikinn og möguleg úrslit hans: 1. Fjarvera Lionel Messi Barcelona verður án hins meidda Lionel Messi en mun ekki endilega sakna hæfileika hans til að geta skorað mörk, þó svo að hann hafi skorað tólf mörk í síðustu 20 leikjum Barcelona. Félagar hans í Barcelona hafa vanist því að leika við hlið hans þar sem þeir gefa honum ítrekað boltann þegar þeir vita ekki sjálfir hvað þeir eiga að gera við hann. Þeir sem munu hins vegar spila á sunnudaginn þurfa því að bæta sinn eigin leik. Messi er nefnilega einn þeirra sem getur skapað eitthvað úr engu. Jafnvel leikmenn Real Madrid hafa sagt að það sé mikil synd að hann verði ekki með í leiknum því leikurinn sjálfur gæti liðið fyrir fjarveru hans. Samuel Eto'o hefur farið mikinn síðan hann jafnaði sig á meiðslum sínum.Nordic Photos / AFP 2. Endurkoma Samuel Eto'o Þótt að Samuel Eto'o hafi skorað þrjú mörk í jafn mörgum leikjum gegnir Eto'o mikilvægara hlutverki í Barcelona en að skora aðeins mörk. Það er erfitt að vinna Barcelona vegna þess þrýstings sem liðið setur á andstæðinginn þegar það tapar boltanum. Skapgerð Eto'o og einbeiting gerir varnarmönnum andstæðingsins gríðarlega erfitt fyrir. Ef Börsungar stela skyndilega boltanum á miðju vallarins geta þeir gefið sér nægan tíma enda með hraða leikmenn eins og Ronaldinho, Eto'o, Iniesta, Deco og Xavi innanborðs. Það verður aldrei erfitt fyrir þessa menn að koma boltanum í netið. Nákvæmlega þetta var lykillinn að velgengni Barcelona fyrir tveimur árum. Nú þegar Eto'o er kominn í liðið á nýjan leik hefur liðið endurheimtað þessa getu sína. 3. Varnarleikur Barcelona Vörn Barcelona hefur ekki verið betri í mörg ár. Carles Puyol er í hægri bakverðinum og Rafael Marquez hefur verið að spila glimrandi vel og virðist með gríðarmikið sjálfstraust. Gabriel Milito er sennilega besti miðvörður deildarinnar og þá er Eric Abidal mjög traustur vinstri bakvörður. Ég efast um að leikurinn endi með 3-3 jafntefli eins og það gerðist síðast þegar liðin mættust á Nou Camp. Ég held að Barcelona muni halda Real Madrid í skefjum en engu að síður tel ég að Börsungar fái á sig mark í leiknum. Þeir virðast alltaf gefa færi á sér. Robinho og Raul hafa verið duglegir að skora á tímabilinu.Nordic Photos / AFP 4. Framlína Real Madrid Real Madrid leikur mjög skilvirka sóknarknattspyrnu. Það spilar ekki fótbolta heldur skorar einfaldlega mörk. Þótt það kunni að hljóma harkalega þá hefur Real sjaldan ótvíræða yfirburði í sínum leikjum. Stundum missir liðið stjórn á leiknum en af því að liðið býr yfir svo miklum sóknarkrafti mun það alltaf hafa undirtökin. Raul, Robinho og Ruud van Nistelrooy hafa verið lykilmenn liðsins á tímabilinu. Sérstaklega Robinho sem hefur verið maður tímabilsins til þessa ásamt Messi. Hann skerpir sóknarleik Real Madrid einstaklega vel. Sú staðreynd að Pepe og Fabio Cannavaro hafa staðið sig svo vel í vörn Real Madrid þýðir að varnarlína liðsins er ein sú sterkasta í deildinni. Auk þess er Iker Casillas í markinu. 5. Framtíð Frank Rijkaard Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Frank Rijkaard en hann hefur vissulega verið undir miklu álagi. Það var varaáætlun í burðarliðnum sem fólst í því að Josep Guardiola tæki við liðinu en hann er þjálfari varaliðs Barcelona. En ég held að ástandið sé ekki eins slæmt nú og Rijkaard verði að minnsta kosti áfram hjá liðinu til loka tímabilsins. Síðan Barcelona tapaði fyrir Getafe hefur hann náð að koma liðinu á rétta braut. Síðan þá hefur liðið unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli í síðustu sjö leikjum sínum. Það hefur líka ýmislegt breyst innan liðsins. Ronaldinho hefur verið á bekknum á þremur útileikjum í röð en aldrei á heimavelli. Það búast hins vegar allir við því að hann verði í byrjunarliðinu á sunnudaginn, sér í lagi þar sem Messi er meiddur. Julio Baptista hefur verið afar öflugur á miðjunni hjá Real Madrid.Nordic Photos / AFP 6. Eiður Smári Guðjohnsen og Julio Baptista Enginn bjóst við miklu af þessum tveimur leikmönnum þegar leiktíðin hófst. Báðir gegna þó mikilvægu hlutverki hjá sínum liðum. Real stillir upp sínu liði samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu þar sem Julio Baptista er á miðjunni ásamt Wesley Sneijder og Mahamadou Diarra. Það skerpir leik liðsins auk þess sem líkamlegur styrkur þeirra kemur liðinu til góða. Baptista getur skorað þótt hann sé djúpur á miðjunni. Hann beið þolinmóður eftir sínu tækifæri. Þegar hann svo fékk sitt tækifæri nýtti hann það svo vel að Guti hefur mátt dúsa á bekknum síðan. Það er eins með Eið Smára því með innkomu hans á miðju Börsunga hefur liðið öðlast eitthvað nýtt. Hann færir leik Barcelona ákveðna stefnu sem liðið bjó ekki yfir áður. Með Eið Smára á miðjunni þarf ekki 20 snertingar á boltanum til að koma honum fyrir framan mark andstæðingsins. Hann er ekki að flækja þessa hluti fyrir sér og gefur á framherja liðsins í fyrstu snertingu.Með því aukast möguleikar Barcelona í sínum leikstíl. Ég er þó ekki viss um að hann verði í byrjunarliðinu en ég vonast þó til þess þar sem hann hefur verið í byrjunarliðinu í sex af síðustu sjö leikjum liðsins. Spænski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira
Guillem Balague, sérfræðingur Sky Sports, segir að frammistaða Eiðs Smára Guðjohnsen að undanförnu sé eitt af sex lykilatriðum sem hafa þarf í huga fyrir stærsta leik ársins í spænska boltanum. Barcelona og Real Madrid mætast í „El clásico" á sunnudaginn kemur en eftirvæntingin fyrir þessum leik er gríðarlega mikil á Spáni og þótt víðar væri leitað. Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði hefur staðið sig vel í síðustu leikjum Börsunga og er almennt talið að hann muni halda sæti sínu í byrjunarliðinu á sunnudaginn kemur. Balague útlistar hér sex lykilatriði um leikinn og möguleg úrslit hans: 1. Fjarvera Lionel Messi Barcelona verður án hins meidda Lionel Messi en mun ekki endilega sakna hæfileika hans til að geta skorað mörk, þó svo að hann hafi skorað tólf mörk í síðustu 20 leikjum Barcelona. Félagar hans í Barcelona hafa vanist því að leika við hlið hans þar sem þeir gefa honum ítrekað boltann þegar þeir vita ekki sjálfir hvað þeir eiga að gera við hann. Þeir sem munu hins vegar spila á sunnudaginn þurfa því að bæta sinn eigin leik. Messi er nefnilega einn þeirra sem getur skapað eitthvað úr engu. Jafnvel leikmenn Real Madrid hafa sagt að það sé mikil synd að hann verði ekki með í leiknum því leikurinn sjálfur gæti liðið fyrir fjarveru hans. Samuel Eto'o hefur farið mikinn síðan hann jafnaði sig á meiðslum sínum.Nordic Photos / AFP 2. Endurkoma Samuel Eto'o Þótt að Samuel Eto'o hafi skorað þrjú mörk í jafn mörgum leikjum gegnir Eto'o mikilvægara hlutverki í Barcelona en að skora aðeins mörk. Það er erfitt að vinna Barcelona vegna þess þrýstings sem liðið setur á andstæðinginn þegar það tapar boltanum. Skapgerð Eto'o og einbeiting gerir varnarmönnum andstæðingsins gríðarlega erfitt fyrir. Ef Börsungar stela skyndilega boltanum á miðju vallarins geta þeir gefið sér nægan tíma enda með hraða leikmenn eins og Ronaldinho, Eto'o, Iniesta, Deco og Xavi innanborðs. Það verður aldrei erfitt fyrir þessa menn að koma boltanum í netið. Nákvæmlega þetta var lykillinn að velgengni Barcelona fyrir tveimur árum. Nú þegar Eto'o er kominn í liðið á nýjan leik hefur liðið endurheimtað þessa getu sína. 3. Varnarleikur Barcelona Vörn Barcelona hefur ekki verið betri í mörg ár. Carles Puyol er í hægri bakverðinum og Rafael Marquez hefur verið að spila glimrandi vel og virðist með gríðarmikið sjálfstraust. Gabriel Milito er sennilega besti miðvörður deildarinnar og þá er Eric Abidal mjög traustur vinstri bakvörður. Ég efast um að leikurinn endi með 3-3 jafntefli eins og það gerðist síðast þegar liðin mættust á Nou Camp. Ég held að Barcelona muni halda Real Madrid í skefjum en engu að síður tel ég að Börsungar fái á sig mark í leiknum. Þeir virðast alltaf gefa færi á sér. Robinho og Raul hafa verið duglegir að skora á tímabilinu.Nordic Photos / AFP 4. Framlína Real Madrid Real Madrid leikur mjög skilvirka sóknarknattspyrnu. Það spilar ekki fótbolta heldur skorar einfaldlega mörk. Þótt það kunni að hljóma harkalega þá hefur Real sjaldan ótvíræða yfirburði í sínum leikjum. Stundum missir liðið stjórn á leiknum en af því að liðið býr yfir svo miklum sóknarkrafti mun það alltaf hafa undirtökin. Raul, Robinho og Ruud van Nistelrooy hafa verið lykilmenn liðsins á tímabilinu. Sérstaklega Robinho sem hefur verið maður tímabilsins til þessa ásamt Messi. Hann skerpir sóknarleik Real Madrid einstaklega vel. Sú staðreynd að Pepe og Fabio Cannavaro hafa staðið sig svo vel í vörn Real Madrid þýðir að varnarlína liðsins er ein sú sterkasta í deildinni. Auk þess er Iker Casillas í markinu. 5. Framtíð Frank Rijkaard Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Frank Rijkaard en hann hefur vissulega verið undir miklu álagi. Það var varaáætlun í burðarliðnum sem fólst í því að Josep Guardiola tæki við liðinu en hann er þjálfari varaliðs Barcelona. En ég held að ástandið sé ekki eins slæmt nú og Rijkaard verði að minnsta kosti áfram hjá liðinu til loka tímabilsins. Síðan Barcelona tapaði fyrir Getafe hefur hann náð að koma liðinu á rétta braut. Síðan þá hefur liðið unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli í síðustu sjö leikjum sínum. Það hefur líka ýmislegt breyst innan liðsins. Ronaldinho hefur verið á bekknum á þremur útileikjum í röð en aldrei á heimavelli. Það búast hins vegar allir við því að hann verði í byrjunarliðinu á sunnudaginn, sér í lagi þar sem Messi er meiddur. Julio Baptista hefur verið afar öflugur á miðjunni hjá Real Madrid.Nordic Photos / AFP 6. Eiður Smári Guðjohnsen og Julio Baptista Enginn bjóst við miklu af þessum tveimur leikmönnum þegar leiktíðin hófst. Báðir gegna þó mikilvægu hlutverki hjá sínum liðum. Real stillir upp sínu liði samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu þar sem Julio Baptista er á miðjunni ásamt Wesley Sneijder og Mahamadou Diarra. Það skerpir leik liðsins auk þess sem líkamlegur styrkur þeirra kemur liðinu til góða. Baptista getur skorað þótt hann sé djúpur á miðjunni. Hann beið þolinmóður eftir sínu tækifæri. Þegar hann svo fékk sitt tækifæri nýtti hann það svo vel að Guti hefur mátt dúsa á bekknum síðan. Það er eins með Eið Smára því með innkomu hans á miðju Börsunga hefur liðið öðlast eitthvað nýtt. Hann færir leik Barcelona ákveðna stefnu sem liðið bjó ekki yfir áður. Með Eið Smára á miðjunni þarf ekki 20 snertingar á boltanum til að koma honum fyrir framan mark andstæðingsins. Hann er ekki að flækja þessa hluti fyrir sér og gefur á framherja liðsins í fyrstu snertingu.Með því aukast möguleikar Barcelona í sínum leikstíl. Ég er þó ekki viss um að hann verði í byrjunarliðinu en ég vonast þó til þess þar sem hann hefur verið í byrjunarliðinu í sex af síðustu sjö leikjum liðsins.
Spænski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira