Jólaævintýrið heldur áfram í Portland 22. desember 2007 12:27 Leikmenn Portland fagna innilega NordicPhotos/GettyImages Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni. Flestir bjuggust við að leiktíðin yrði ekki upp á marga fiska hjá Portland eftir að nýliði liðsins Greg Oden meiddist í sumar og gæti ekki spilað með liðinu alla leiktíðina. Liðið hefur hinsvegar sprungið út í vetur og ungir leikmenn liðsins hafa fleytt því á lengstu sigurgöngu vetrarins í NBA deildinni. Martell Webster skoraði 19 stig í nótt og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge 18 hvor. Þetta er lengsta sigurganga Portland síðan leiktíðina 2001-02. "Hverjum hefði dottið í hug að það yrði Portland en ekki Phoenix eða Dallas sem næði lengstu sigurrispunni í vetur," sagði Roy ánægður eftir sigurinn. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 34 stig hvor fyrir Denver en það dugði ekki til. Liðin leika saman í Norðvesturriðlinum í Vesturdeildinni og nú er Portland aðeins hársbreidd frá því að komast á toppinn í riðlinum - upp fyrir Denver og Utah, sem fyrirfram voru taldir öruggir sigurvegarar í riðlinum. Boston burstaði Chicago í nótt 107-82 þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston en Ben Gordon var með 19 stig hjá Chicago. Utah vann loksins á útivelli eftir ömurlegt gengi undanfarið þegar liðið burstaði Orlando 113-94. Stuðningsmenn Orlando bauluðu á liðið, sem virðist heillum horfið eftir frábæra byrjun í vetur - rétt eins og gestirnir frá Utah. Paul Millsap setti persónulegt met með 28 stigum og Carlos Boozer skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard var með 20 stig og 13 fráköst. LA Lakers vann fyrsta leik sinn í Philadelphia í næstum átta ár 106-101. Andrew Bynum skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Lakers en Andre Miller var með 21 stig hjá heimamönnum. Atlanta lagði Washington 97-92 þar sem Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington. New York er komið aftur á tapbraut eftir góðan sigur á Cleveland á dögunum. Liðið lá fyrir Charlotte á útivelli í nótt 105-95 þar sem Gerald Wallace var með 27 stig fyrir Charlotte en Nate Robinson skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit burstaði Memphis 94-67. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis. Minnesota náði loksins fjórða leik sinn í vetur þegar það skellti Indiana nokkuð óvænt 131-118. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en Al Jefferson var að venju öflugur hjá Minnesota með 29 stig og 13 fráköst. Dallas lagði LA Clippers 102-89 og vann þar með fimmta leikinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en Chris Kaman skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Toronto 123-115. Chris Bosh var með 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto en Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle. NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni. Flestir bjuggust við að leiktíðin yrði ekki upp á marga fiska hjá Portland eftir að nýliði liðsins Greg Oden meiddist í sumar og gæti ekki spilað með liðinu alla leiktíðina. Liðið hefur hinsvegar sprungið út í vetur og ungir leikmenn liðsins hafa fleytt því á lengstu sigurgöngu vetrarins í NBA deildinni. Martell Webster skoraði 19 stig í nótt og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge 18 hvor. Þetta er lengsta sigurganga Portland síðan leiktíðina 2001-02. "Hverjum hefði dottið í hug að það yrði Portland en ekki Phoenix eða Dallas sem næði lengstu sigurrispunni í vetur," sagði Roy ánægður eftir sigurinn. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 34 stig hvor fyrir Denver en það dugði ekki til. Liðin leika saman í Norðvesturriðlinum í Vesturdeildinni og nú er Portland aðeins hársbreidd frá því að komast á toppinn í riðlinum - upp fyrir Denver og Utah, sem fyrirfram voru taldir öruggir sigurvegarar í riðlinum. Boston burstaði Chicago í nótt 107-82 þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston en Ben Gordon var með 19 stig hjá Chicago. Utah vann loksins á útivelli eftir ömurlegt gengi undanfarið þegar liðið burstaði Orlando 113-94. Stuðningsmenn Orlando bauluðu á liðið, sem virðist heillum horfið eftir frábæra byrjun í vetur - rétt eins og gestirnir frá Utah. Paul Millsap setti persónulegt met með 28 stigum og Carlos Boozer skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard var með 20 stig og 13 fráköst. LA Lakers vann fyrsta leik sinn í Philadelphia í næstum átta ár 106-101. Andrew Bynum skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Lakers en Andre Miller var með 21 stig hjá heimamönnum. Atlanta lagði Washington 97-92 þar sem Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington. New York er komið aftur á tapbraut eftir góðan sigur á Cleveland á dögunum. Liðið lá fyrir Charlotte á útivelli í nótt 105-95 þar sem Gerald Wallace var með 27 stig fyrir Charlotte en Nate Robinson skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit burstaði Memphis 94-67. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis. Minnesota náði loksins fjórða leik sinn í vetur þegar það skellti Indiana nokkuð óvænt 131-118. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en Al Jefferson var að venju öflugur hjá Minnesota með 29 stig og 13 fráköst. Dallas lagði LA Clippers 102-89 og vann þar með fimmta leikinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en Chris Kaman skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Toronto 123-115. Chris Bosh var með 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto en Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle.
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira